fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Fréttir

Barnabörnin björguðu lífi Sissu: „Ég horfði upp í loftið og hugsaði bara: Hvernig á ég eiginlega að lifa svona?“

Auður Ösp
Sunnudaginn 15. desember 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 19. september árið 2006 var örlagaríkur dagur í lífi Sólveigar Sigurðardóttur. Hún fékk skyndilega heilablæðingu og lamaðist í kjölfarið á vinstri hlið líkamans. Lífið umturnaðist en Sólveig og fjölskylda vonast nú til að hún geti gengist undir læknismeðferð í Bandaríkjunum.

Kippt út úr lífinu

Sissa hafði mánuðina á undan gengið á milli lækna vegna þráláts höfuðverkjar en ávallt fengið þá greiningu að um væri að ræða vöðvabólgu eða mígreni. „Ég var heima að þrífa heita pottinn hjá mér þegar ég hneig niður og missti meðvitund,“ segir Sissa en það reyndist henni til happs að barnabörn hennar tvö voru hjá henni þegar þetta gerðist og hringdu í föður sinn. Segist Sissa eiga þeim lífið að þakka.

Sissu var kippt út úr lífinu í september 2006.

Sissa var flutt á Landspítalann þar sem henni var haldið sofandi í nokkra daga. Hún hafði fengið stórt heilablóðfall. Þegar hún vaknaði var ljóst að líf hennar yrði aldrei eins og áður.

Á þessari örlagaríku stund var henni kippt út úr öllum daglegum venjum lífsins. Sissa lamaðist á vinstri hlið og hefur síðan þá þurft að læra lifa upp á nýtt. Við tók löng og ströng endurhæfing inni á Grensás og seinna meir Reykjalundi og margar heimsóknir til sjúkraþjálfara enn þann dag í dag.

Hún var algjörlega lömuð á vinstri hlið líkamans og hafði auk þess misst sjónina á vinstra auga. „Þarna var mér algjörlega kippt út úr öllu, öllu daglegu lífi. Ég gat ekki gengið eða notað vinstri hendina og ég gat ekki keyrt, því það blæddi yfir sjónsviðið.“

Fyrir heilablóðfallið var Sissa í fullu starfi, sótti nám og sinnti fjölskyldunni. Það var því mikil breyting, og töluvert áfall, að verða skyndilega háð öðrum með dagleg störf.

„Ég man að ég lá á Grensásdeildinni og sá hjólastól við hliðina á rúminu mínu. Ég horfði upp í loftið og hugsaði bara: Hvernig á ég eiginlega að lifa svona?“

Sissa getur í dag ekki gengið nema með stuðningi, enda er jafnvægið algjörlega farið. Þá er hún, sem fyrr segir blind, á vinstra auga. Hún nýtur liðveislu við heimilisstörf. „Það versta er að geta ekki gengið, að geta ekki verið sjálfstæð. Að geta ekki farið neitt ein, eða gert neitt ein.“

Sissa er rík af börnum og barnabörnum

Ný von

Í október síðastliðnum ræddi DV við parið Eydísi Hlíðar og Herbert Heiðarsson en Herbert er lamaður eftir heilablæðingu og er nú á leið í meðferð hjá INR (Institute of Neurological Recovery) í Flórída.

Meðferðin gengur út á að lyfi er sprautað inn í mænugöngin og látið renna með blóðrásinni upp í heila. Það mun draga verulega eða alveg úr bólgum í heilanum og taugavefjum.

Meðferðin hefur gefið afar góða raun erlendis og var meðal annars fjallað ítarlega um árangur meðferðarinnar í bandaríska fréttaskýringaþættinum 60 minutes.

Afkomendur Sissu hafa nú hrundið af stað söfnun fyrir hana og eru ákveðnir í að koma henni út í meðferðina. Fjölskyldan hefur fengið að vita að kostnaður við meðferðina er í kringum 2,5 milljónir, og er þá innifalið flug, gisting og uppihald fyrir Sissu og eina fylgdarmanneskju.

„Við höfum verið í sambandi við INR til þess að Sissa fái að komast út í meðferðina. Þessi meðferð er kostnaðarsöm en hefur sýnt góðar batahorfur og bindum við miklar vonir við hana,“ segir Katla Rún Baldursdóttir, tengdadóttir Sissu. „Núna krossum við bara fingur.“

Sissa bindur allar vonir við að meðferðin vestanhafs skili árangri

„Ég er hreinlega að deyja, ég er svo spennt,“ segir Sissa, en fáir möguleikar eru í boði hér á landi fyrir þá sem hafa fengið heilablæðingu. Sissa bindur því gríðarlega miklar vonir við meðferðina í Bandaríkjunum.

„Ég veit, að ef það er einhvers staðar lækning. Þá er það þarna. Maður reiknar ekki endilega með 100 prósent árangri. En bara ef höndin kæmi aftur, það væri það stórkostlegt. Ef ég gæti bara farið að ganga aftur. Upplifa tilfinninguna við að taka barnabörnin mín í fangið. Það er allt sem ég bið um. Þá yrði ég alsæl.“

Þeir sem sjá sér fært að  leggja Sissu lið er bent á eftirfarandi styrktarreikning.
kt. 020761-4239
0146-26-20207

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Ungar konur gera það gott í barnafatabransanum

Ungar konur gera það gott í barnafatabransanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Risastórar öldur á Seltjarnarnesi – „Klikkað“

Sjáðu myndbandið: Risastórar öldur á Seltjarnarnesi – „Klikkað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi missti móður sína í sumar – „Ég öskraði og vissi ekki hvað ég átti við mig að gera“

Siggi missti móður sína í sumar – „Ég öskraði og vissi ekki hvað ég átti við mig að gera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

76 manns smituðust í gær – Lang stærsti dagurinn til þessa

76 manns smituðust í gær – Lang stærsti dagurinn til þessa