fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Fréttir

Margir minnast Magnúsar Inga: „Hvíl í friði Maggi meistari, ég mun sakna þín alla daga“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 30. nóvember 2019 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matreiðslumeistarinn og gleðigjafinn Magnús Ingi Magnússon lést á miðvikudag, aðeins 59 ára gamall. Magnúst gekk lengst af undir viðurnefninu Texas Maggi en í seinni tíð undir Magnús meistar. Magnús er mörgum harmdauði og meðal vina sem minnast hans er Styrmir Guðlaugsson sem skrifar á Facebook-síðu sína:

„Við erum mörg í dag sem syrgjum kæran vin og félaga, Magnús Inga Magnússon. Einstakan mann sem setti svip sinn á mannlífið og lýsti upp dagana.

Hvíl í friði Maggi meistari, ég mun sakna þín alla daga.“

Stefán Garðarsson ritar:

„Elsku Magnús Ingi Magnússon, takk fyrir vinskapinn. Það voru svo sannarlega sorgar fréttir að heyra af andláti þínu í gær, dýrmæti vinur. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð og bið Guð um að blessa eiginkonu þína, föður þinn, systkinin og fjölskyldu. Kæri vinur, hlýjar hugsanir og góðar minningar um góðan dreng leita á hugann – takk fyrir samfylgdina.“

Jóhann Jacobson skrifar:

„Var að lesa frett um að Magnús Ingi matreiðsumeistari væri fallinn frâ. Skemmtilegur fèlagi og viðræðu góður. Vorum samskipa i Hotel og Veitingaskólanun, alltaf kàtt í kring um hann, hans verður saknað.“

Magnús Ingi var virkur í félagsskap mótorhjólafólks og einn félaga hans úr þeirri áttinni, Jóhannes Örn Peters, skrifar þessi minningarorð:

„Elsku vinur, mikið á ég eftir að sakna þín.
Ég er bara ekki alveg buinn að meðtaka þær fréttir að þú sért farinn frá okkur.
Ég mun alltaf muna hvað þu varst góður við mig , varst alltaf að reyna að hjálpa mér í mínum erfiðleikum. Er óendanlega þakklatur fyrir það, elsku vinur minn.
Þú komst til dyranna eins og þú varst og það er eithvað sem ekki margir þora að gera.
Takk fyrir allt, elsku Maggi minn.

Ég og fjölskylda min sendum aðstandendum og vinum Magga okkar innstu samúð með þennan mikla missi, hvíldu i friði, mikli meistari.“

Sjá einnig:

Magnús Ingi er látinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stjórn GAMMA krefur fyrrum starfsmenn um endurgreiðslu bónusa

Stjórn GAMMA krefur fyrrum starfsmenn um endurgreiðslu bónusa
Fréttir
Í gær

Seldist upp á jólahlaðborð Hótel Geysis á tveim dögum – „Við erum afar þakklát fyrir þá tryggð“

Seldist upp á jólahlaðborð Hótel Geysis á tveim dögum – „Við erum afar þakklát fyrir þá tryggð“
Fréttir
Í gær

Ók á konu og hund hennar á Hörgárbraut – Greiðir tvær milljónir í bætur

Ók á konu og hund hennar á Hörgárbraut – Greiðir tvær milljónir í bætur
Fréttir
Í gær

Páll slasaðist mikið og var næstum dáinn í Færeyjum – „Ég skarst svo mikið í andliti og á höfði að það var lítið eftir“

Páll slasaðist mikið og var næstum dáinn í Færeyjum – „Ég skarst svo mikið í andliti og á höfði að það var lítið eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Valdís segir að staðan sé mjög slæm – „Við bara hræðumst þetta allt saman“

Anna Valdís segir að staðan sé mjög slæm – „Við bara hræðumst þetta allt saman“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona látin afklæðast á Keflavíkurflugvelli – Haldið í 10 tíma af lögreglu að ósekju

Kona látin afklæðast á Keflavíkurflugvelli – Haldið í 10 tíma af lögreglu að ósekju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Á ferð í miðborginni með stórt sverð og þrjár ferðatöskur

Á ferð í miðborginni með stórt sverð og þrjár ferðatöskur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Átök við Dominos Skeifunni – Sauð upp úr á milli pizzusendils og manns á rafhlaupahjóli

Átök við Dominos Skeifunni – Sauð upp úr á milli pizzusendils og manns á rafhlaupahjóli