Lögmaður Jóhanns krefst þess því að dæmd verði útivist í málinu. Fréttablaðið skýrir frá þessu. útivistardómur hefur í för með sér að meðferð málsins mun halda áfram fyrir dómi þótt Løvland og Graham hafi ekki gripið til varna. Blaðið hefur eftir Jóhanni að það komi honum á óvart að Løvland hafi ekki brugðist við stefnunni, varla sé það kostnaðurinn sem hann er að horfa í en „You Raise Me Up“ hefur verið sagt það lag sem hefur aflað einna mestra tekna í gegnum tíðina.
Í kröfu lögmanns Jóhanns er bent á að Løvland hafi tvisvar neitað að taka við stefnu í málinu og hafi honum á endanum verið stefnt í samræmi við Haag-sáttmálann þann 21. ágúst síðastliðinn og Graham þann 8. apríl. Báðum hafi þeim því verið stefnt á löglegan hátt. Lögmaðurinn segir í kröfunni að hann telji það vera ásetning Løvland og Graham að hafa ekki brugðist við stefnunni.
Málarekstur Jóhanns gegn tónlistarfyrirtækjum, sem tengjast málinu, mun halda áfram þótt dómari fallist á kröfuna um útivistardóm því fyrirtækin hafa gripið til varna.