fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Eiganda gæludýraverslunar illa brugðið eftir ásakanir um dýraníð – „Hvað er þetta annað en falsfréttir og meiðyrði?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. nóvember 2019 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frásagnir um meinta illa meðferð á dýrum í gæludýraversluninni Fiskó í Garðabæ og myndir af músum sem áttu að vera vanhaldnar fóru á flug í stórum Facebook-hópi í gær og urðu í morgun að frétt á vef Hringbrautar. Maður að nafni Ólafur segir að sér hafi verið verulega miðsboðið við að sjá þrjár mýs saman í búri sem litu illa út. Segir hann mýsnar greinilega hafa verið í sárum og birtist með fréttinni mynd af tveimur nagdýrum í óræðu ástandi en annað þeirra liggur á bakinu. Ólafur segist hafa tilkynnt ástandið á nagdýrunum til Matvælastofnunar – MAST.

Ung stúlka hafði samband við DV í gærkvöld og tíundaði þar meinta illa meðferða Fiskó á gæludýrum. Sumt af  þeim ávirðingum virðist koma úr umræðum í Facebookhópnum en fyrir utan meint slæmt ástand nagdýranna voru þær eftirfarandi:

Að enginn matur hafi verið hjá naggrísnum

Að ógeðslegur pöddur skriðu um í búri páfagaukanna

Að froskur væri hafður í búri með fiskum og væri vannærður

Þessi sérstæði fiskur er ræktaður úr þremur fiskum og finnst ekki í náttúrunni

Ekki er allt sem sýnist

DV sendi í gærkvöld tölvupóst á Fiskó og var þeim pósti svarað strax í gærkvöld. Eigandi verslunarinnar, Jóhannes Sigmarsson, segir allar fullyrðingarnar vera rangar. DV hringdi í hann í morgun. Hinar meintu mýs reyndust vera svokallaðir degúar, en það það eru bústin nagdýr. Jóhannes segir að vel fari um dýrin:

„Þetta er stærsta degúa-búr á landinu og það amar ekkert að dýrunum. Þær kúra allar saman núna. Það seldist ein úr búrinu fyrir stuttu og þá þurftu hinar að finna út úr því hver væri foringinn. Það verður að leyfa þeim að útkljá það. Dýrið liggur á bakinu til að sýna undirgefni og það amar nákvæmlega ekkert að því.“

Jóhannes fussaði yfir þeirri spurningu hvort matarlaust væri hjá naggrísnum. „Dettur þér virkilega í hug að það sé satt? Hingað kemur kona eldsnemma á hverjum morgni og hennar hlutverk er að fóðra nagdýrin og þrífa eftir þau. Ég mæti síðan klukkan 8 til að hreinsa í kringum fiskana og gefa þeim að borða.“

Dökk stingskata

Jóhannes hló að spurningu um hvort pöddur skriðu um hjá páfagaukunum og vísaði því algjörlega á bug. Varðandi spurninguna um froskinn benti hann á að það væri eðlilegt fyrir froska að vera með fiskum af svipaðri stærð í búrum. Froskarnir fengju nóg að borða en einn af þeim væri þannig í lögun að hann virkaði horaður. Þannig væri hann einfaldlega en þetta hefði komið af stað sögum um að hann væri sveltur.

„Það er margt fólk sem keppist við að koma af stað leiðindum og sumir eru bara einfaldlega á móti því að dýr séu í búrum,“ segir Jóhannes sem telur að tilhæfulausum kvörtunum vegna meints dýraníðs fari fjölgandi.

„Við erum reglulega í sambandi við MAST sem leggur okkur línurnar og skýrslur þeirra um okkar starfsemi sýna að hér er allt í fínu lagi,“ segir Jóhannes en hann hefur verið í gæludýrabransanum í 28 ár. Segir hann að þetta hafi allt byrjað með áhuga hans á skrautfiskum. Í versluninni er að finna mikið úrval af fágætum fiskum og sumir þeirra eru mjög stórir.

Allt leit vel út í versluninni

Blaðamaður og ljósmyndari DV koma í óboðaða heimsókn í Fiskó í dag og þar leit allt vel út. Degúarnir (sem sumir kalla mýs) undu sér hið besta, einn þeirra var að borða á meðan annar lék sér á hamsturshjóli. Búrið þeirra er mjög stórt og hreinlegt.

Naggísinn hafði nóg að bíta og brenna í stóru og fínu búri.

Hvorki sáust fuglar né froskar á staðnum enda nýbúið að selja þá. En fiskur syntu um í stórum og hreinlegum búrum.

Sá sem leit einna verst út var eigandinn sjálfur, Jóhannes, sem viðurkenndi fyrir blaðamanni að hafa orðið andvaka vegna ásakananna. Ásakana sem hann segir ekki eiga við nein rök að styðjast. „Hvað er þetta annað en falsfréttir og meiðyrði?“ sagði hann að lokum.

Ekki tókst að ná sambandi við skrifstofu MAST vegna málsins en hún var lokuð í dag vegna afmælis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi