fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra í Namibíu segja af sér í kjölfar Samherjamálsins

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 13:09

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra Namibíu hafa sagt af sér í kjölfar Samherjamálsins. The Namibian Sun greinir frá þessu á Twitter síðu fjölmiðilsins.

Þeir Sacky Shanghala, dómsmálaráðherra Namibíu, og Bernhardtt Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu, sögðu af sér í dag vegna umfjöllunarinnar um tengsli þeirra við Samherja. Forseti Namibíu, Hage Geingob, hafði fyrr í dag sagst ætla að reka ráðherrana en þeir sögðu af sér áður en hann gat gert það.

Samherjamálið hefur vakið mikla athygli síðan umfjöllun Kveiks og Stundarinnar leit dagsins ljós í gærkvöldi. Í stuttu máli snýst málið um að Samherji hafi greitt embættismönnum og stjórnmálamönnum í Namibíu mörg hundruð milljónir króna í mútur til að komast yfir fiskveiðikvóta við strendur landsins. Samherji mun hafa veitt hestamakríl að verðmæti um 55 milljarða króna við strendur Namibíu. Samherji er einnig vændur um að hafa komið tekjunum af þessum veiðum í skattaskjól.

„Þetta er bara glæpastarfsemi, þetta er bara skipulögð glæpastarfsemi. Þeir eru að græða á auðlindum landsins, taka allan pening út úr landi til þess að fjárfesta annarstaðar, þá í Evrópu eða Bandaríkjunum,” segir Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja sem sjálfur viðurkennir að hafa framið lögbrot í starfi hjá fyrirtækinu. Kom þetta fram í þættinum Kveikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi