fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Það styttist í snjóinn: „Umskiptin eru skýr að þessu sinni“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. október 2019 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vissulega er það ekki nýtt að veður fari kólnandi þegar haustar. En umskiptin eru skýr að þessu sinni. Það sem af er október er hiti um 3 stigum yfir meðaltal október. Næstu daga og einkum í næstu viku verður hann hins vegar einu til tveimur stigum undir meðaltali.“

Þetta segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á Facebook-síðu Blika.is. Nú þegar komið er fram undir miðjan október er stutt í snjóinn og frostið. Ef marka má nýja langtímaveðurspá mun kólna hressilega á næstunni.

Í færslu á Blika.is segir Einar að loftmassahiti verði undir meðallagi frá 14. til 20. október næstkomandi. Hann verður 1 til 2 stigum frá októberhitanum sem er að jafnaði tæplega 6 stig í Reykjavík og rúm 5 á Akureyri. „ Höfum líka í huga að meðalhitinn lækkar hratt  í október,“ segir Einar sem bætir við að það verði áfram rigningartíð norðan- og austanlands, frá Ströndum og austur á firði.

„En breytingin er sú að nægjanlega kalt verður fyrir snjó á fjallvegum og því vissara fyrir íbúa þar að huga að vetrardekkjunum, eigi menn t.d. leið yfir Fjarðarheiði eða Mývatns- og Möðrudalsöræfi, nú eða Öxnadalsheiði.  Heldur ekki útilokað að snjóað gæti í byggð.“

Hér má sjá veðurspá næstu daga á DV.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“