Fimmtudagur 23.janúar 2020
Fréttir

Baldur vill fræða börn um kosti þess að lifa án kvenna: „Alveg sérstaklega hentar uppeldi barna ekki öllum karlmönnum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. október 2019 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Hermannsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari og þáttagerðamaður, er þekktur fyrir nokkuð umdeildar skoðanir. Árið 1993 varð allt brjálað vegna þátta hans, Þjóð í hlekkjum hugarfarsins, en margir töldu bændastéttina svívirta í þeim.

Sjá einnig: Baldur: „Engin þjóð í heiminum sem tekur eins mikil reiðiköst og eins oft og Íslendingar“

Nú stingur Baldur upp á því að börnum, nánar tiltekið drengjum, verði kennt um kosti þess að vera piparsveinn. „Margir piparsveinar lifa góðu lífi, fjölbreytilegu og skemmtilegu. Já, þeir fara vissulega á mis við ýmislegt en þeir fá svo margt annað í staðinn … þeir halda frelsi sínu, þeir geta alltaf leikið sér, farið í golf, laxveiði, skák, fyllerí, kvennafar, fótbolta, stundað bóklestur og ferðalög út um allar trissur, jafnvel ferðir umhverfis hnöttinn,“ skrifar Baldur á Facebook en hann deilir pistlinum jafnframt í alræmda Facebook-hópnum Karlmennskuspjallið.

Baldur segir enn fremur að uppeldi barna henti einfaldlega ekki öllum körlum. „Ég held að samfélagið í heild leggi alltof mikla pressu á unga menn að finna sér konu, hefja sambúð og geta börn. En sambúð hentar bara ekki öllum og alveg sérstaklega hentar uppeldi barna ekki öllum karlmönnum. Frelsið er mörgum karlmönnum svo dýrmætt að þeir ættu ekki undir neinum kringumstæðum að fórna því fyrir hina hefðbundnu glansmynd hjónabandssælunnar. Ég held það sé tímabært að skólakerfið uppfræði börnin okkar um kosti piparstandsins,“ segir Baldur.

Sjá einnig: Hættulegt samfélag kynsveltra karlmanna – Vilja lögleiða nauðgun og upphefja barnaníð

Óhætt er að segja að þessi skoðun falli í góðan jarðveg hjá körlunum í Karlmennskuspjallinu. Eyjólfur nokkur skrifar þar: „Algjörlega Baldur Hermannsson, ef maður pælir í því, þá þarf það að vera eitthvað mjög sérstakt og auðvita eiga menn að hafa það samband síðan þannig að þeir hafi sem mest frelsi áfram. Annað væri hreinlega galið,“ segir hann og því svarar Baldur:

„Frelsi og sambúð fara engan veginn saman eins og málum er háttað í dag, þú verður bara að velja hvað hentar þér. Þeir sem velja einlífið þurfa síðan að skipuleggja líf sitt vandlega og ekki láta reka á reiðanum … nú á dögum eiga menn kost á svo mörgum leiðum til þess að njóta lífsins utan hefðbundinnar sambúðar.“

Fyrrnefndur Eyjólfur telur að samfélagið setji pressu á konur að vera „frekjutruntur“. „eru alveg til svona konur en það er voðaleg pressa frá samfélaginu á þær að vera leiðinlegar ráðríkar frekju truntur, en sem betur fer er fullt af konum sem gefa skít í þá pressu og ákveða bara að hafa það gott með sínum manni,“ skrifar hann.

Lektorinn fyrrverandi Kristinn Sigurjónsson vonast til þess vísindin geti leyst málið: „Það er nú svo komið í Japan og Suður-Kórea að fólk er hætt að taka saman, og fólk er hætt að stofna (barna)fjöldskyldu og það er rétt rúmlega 1 fætt barn á hverja konur. Það þarf að vinna að því að karlmenn geti líka fætt börn til að koma í veg fyrir útdauða.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum
Fréttir
Í gær

Birna endurkjörin formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks – Áhyggur af stöðu dansara og danshöfunda

Birna endurkjörin formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks – Áhyggur af stöðu dansara og danshöfunda
Fréttir
Í gær

Heiða ósátt við ákæruna yfir bróður sínum – „Ég er mjög slegin“

Heiða ósátt við ákæruna yfir bróður sínum – „Ég er mjög slegin“
Fréttir
Í gær

Sjö færðir á lögreglustöð eftir þjófnað í Breiðholti

Sjö færðir á lögreglustöð eftir þjófnað í Breiðholti
Fréttir
Í gær

Sjötugri konu sagt upp hjá Reykjavíkurborg – Stefnir borginni

Sjötugri konu sagt upp hjá Reykjavíkurborg – Stefnir borginni