fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Sorglegt hvernig Breiðholtið er talað niður – „Ungt fólk elst upp haldandi að þau séu annars flokks þegnar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 13. október 2019 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefnir Spartan Snorrason hefur búið í Breiðholti í 20 ár. Hann skrifaði í dag pistil á Facebook þar sem hann gagnrýnir að Breiðholtið sé talað niður af ráðamönnum, fjölmiðlum og fólki almennt. Slík umræða komi niður á íbúðum hverfisins sem séu stimplaðir annars flokks þjóðfélagsþegnar

„Ég bý í Breiðholti. Ég hef búið hér í 20 ár og hér hafa börnin mín slitið barnaskónum og hlotið fína menntun. Breiðholt er eitt best skipulagða svæði borgarinnar með alla þjónustu við hendina. Þrátt fyrir það finnst mér sorglegt hvernig sumir ráðamenn, fjölmiðlar og þ.a.l. fólk almennt talar Breiðholtið niður með stimpli eins og „Gettó“.“

Stefnir veltir því fyrir sér hvort umræðan hafi valdið því að húsnæðisverð í Breiðholti sé lægra en annars staðar í borginni.

„Ætli það sé ástæðan fyrir því að húsnæðisverð er töluvert lægra hér en á öðrum stöðum borgarinnar og íbúðar Breiðholts bera skarðan hlut frá borði?

Rúmlega 21.000 menn, konur og börn eru stimpluð og ungt fólk elst upp haldandi að þau séu annars flokks þegnar því þau hafa sum jafnvel þurft að hafa fyrir lífinu.“ 

Stefnir bendir á að í öllum hlutum borgarinnar gerist bæði góðir og slæmir hlutir. Hins vegar megi ráða af fréttaflutningi að slæmir hlutir sem gerist í Breiðholti séu teknir sérstaklega fyrir. „Það er a.m.k. mín upplifun.“

Ef fólk á ábyrgðarstöðu færi að tala hverfið upp frekar en að tala það niður þá myndi fólk kannski sjá Breiðholt sem meiri spennandi svæði til að búa á.

„Kannski mætti borgin sjá sóma sinn í að veita örlítið meiri innspítingu fjármagns til að hlúa að og fegra aðra staði en 101 og nágrenni.“ 

Stefnir bendir á að í Breiðholti búi skattgreiðendur eins og annar staðar á landinu og fordómar séu engum til góða.

„Í Breiðholti býr harðduglegt fólk og harðgert fólk sem borgar sína skatta og skyldur til samfélagsins.“ 

Stefnir hvetur því fólk til að meta náunga sinn eftir verðleikum, en ekki dæma þá vegna félagslegrar stöðu eða þjóðerni.

„Fólkið í Breiðholti er almennt gott, elskulegt, harðduglegt og afkomendur þeirra til sóma hvar sem þeir eru. Fordómar eru böl þess sem á þeim dvelur, en karakter er dýrmatari en orðspor. Betra Breiðholt er ekki bara bóla… Breiðholtið er okkar!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri