fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Barnsmóðir níðingsins horfði á hann stinga tá upp í barnið – Fékk sjö ára fangelsi en er enn með aðgang að börnum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. október 2019 11:50

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaðurinn sem var á dögunum dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir hrottaleg kynferðisbrot gegn syni sínum yfir langt tímabil fer einn með forsjá þriggja yngri barna sinna. Hann hefur verið með fulla forsjá yfir þremur börnum þeirra frá árinu 2007 en þá skildu hann og barnsmóðir hans. Öll búa enn hjá honum en eitt þeirra er ekki orðið lögráða.

Stundin greinir frá þessu. Karlmaðurinn, sem er tæplega sextugur, starfar sem rafvirki og býr í næsta nágrenni við grunnskóla miðsvæðis í Reykjavík. Ofbeldi mannsins gegn syni sínum var það viðbjóðslegt að fá dæmi eru á Íslandi um sambærileg mál. Í fjölda tilvika káfaði maðurinn á kynfærum drengsins og lét hann káfa á sínum kynfærum. Maðurinn sýndi drengnum klámfengið efni í tölvu, þar á meðal barnaklám. Mörgum sinnum nauðgaði maðurinn drengnum í endaþarm. Vegna nauðgananna var drengurinn þjáður af uppköstum og kviðverkjum og meðal gagna í málinu eru læknisvottorð þar að lútandi.

Móðir barnanna þriggja sem maðurinn er með forsjá yfir tjáði sig víða á Facebook í vikunni. Hún vildi þó ekki ræða við DV þegar leitast var eftir viðbrögðum hennar. Í samtali við Stundina viðurkennir konan að hún hafi verið þátttakandi í ofbeldi mannsins gegn syni hans. „Hún segir meðal annars frá því að maðurinn hafi átt það til að stinga tám uppí brotaþola, sem hann hafi einnig gert við fleiri á heimilinu. Þá hafi brotaþoli oft verið læstur inni í herbergi sínu og hún hafi tekið þátt í því. Í samtali við blaðamann Stundarinnar gengst konan við því að hafa tekið þátt í ofbeldinu,“ segir í umfjöllun Stundarinnar. Hún ber fyrir sig að hún hafi sjálf „skemmd“.

Sonur mannsins, sem nú er fullorðinn, kærði hann til lögreglu árið 2017 og rakti þá alla brotasöguna. Á meðal gagna málsins er greinargerð frá félagsráðgjafa og sérfræðingi frá Bjarkarhlíð þar sem segir að brotaþoli hafi mætt í sjö viðtöl þar sem hann hafi lýst miklu andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi sem hann hafi sætt af hendi föður síns frá um fjögurra til ellefu ára aldurs. Greindi hann frá því að faðir hans hefði kýlt hann og sparkað í hann ásamt því að káfa á honum og nauðga honum í endaþarm. Brotaþoli hafi einnig lýst því að faðir hans hafi hótað honum með hníf og byssu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“