fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Fréttir

Krefjast svara frá Katrínu: „Bætt lífskjör fyrir 8.645 krónur?“ 

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. september 2019 11:06

Katrín Jakobsdóttir Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2020 vilja Landssamtökin Þroskahjálp ítreka fyrirspurn sína til forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar frá því í apríl á þessu ári um með hvernig eigi að bæta stöðu þess hóps sem býr við alverstu kjörin í íslensku samfélagi, þeirra sem engar tekjur hafa aðrar en bætur frá Tryggingastofnun ríkisins. Samtökunum hafa enn ekki borist svör og ekki er að sjá að nokkur bót verði á í frumvarpi til fjárlaga vegna ársins 2020.“

Þetta segir í tilkynningu sem Landssamtökin Þroskahjálp sendu frá sér í morgun vegna fjárlagafrumvarpsins. Þar lýsa samtökin áhyggjum sínum vegna stöðu lífeyrisþega sem þurfa að treysta á bætur eingöngu frá Tryggingastofnun ríkisins.

„Þær bætur eru af óútskýrðum og órökstuddum ástæðum umtalsvert lægri (um 30.000 kr.) en atvinnuleysisbætur, sem enginn er þó of sæll af. Staðreyndin er hins vegar sú að atvinnuleysisbætur eru tímabundið ástand á meðan örorkuþegar eru í þessari kröppu stöðu árum saman og margir allt sitt líf, án tækifæra til þess að afla sér annarra tekna.“

Samtökin benda á að í nýju fjárlagafrumvarpi sé tilgreint – á blaðsíðu 320 – að helstu áherslur frumvarpsins séu að styrkja stöðu öryrkja og fatlaðs fólks og jafnframt að fólk með skerta starfsorku geti lifað innihaldsríku og sjálfstæðu lífi.

„Loforðin eru góð og í fullu samræmi við stefnuskrá ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um jöfn tækifæri, en þar segir:

Ísland á að vera land tækifæranna fyrir alla. Til að svo megi verða þarf að styrkja sérstaklega stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Gerð verður úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna í íslensku samfélagi, tillögur til úrbóta settar fram og þeim fylgt eftir.“ (blaðsíða 28).“

Það vekur undrun Þroskahjálpar hver framkvæmd þessara áherslna er en á blaðsíðu 321 í frumvarpi til fjárlaga stendur: „Hækkunum á bótum almannatrygginga nema 3,5% frá og með 1. janúar 2020.

Lýsa samtökin yfir mikilli furðu og segja erfitt að sjá hvernig hvernig hækkun bóta hjá þeim sem nú hafa 247.000 krónur á mánuði um 8.645 krónur eigi að tryggja fólki innihaldsríkt og sjálfstætt líf.

„Örorkuþegar hafa ítrekað setið eftir á síðustu árum, bæði við afnám krónu á móti krónu skerðingar og við gerð svo kölluðu lífskjarasamninganna. Þessi hækkun sem boðuð er í frumvarpi til fjárlaga vegna ársins 2020 er langt undir hækkun lágmarkslauna og verði umrætt  frumvarp að lögum mun fólk með skerta starfsorku sitja eftir með sárt enni enn eina ferðina.

Landssamtökin Þroskahjálp ítreka því fyrirspurn sína til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur:

Hvaða aðgerða ætlar ríkisstjórnin að grípa til til að bæta kjör þeirra einstaklinga sem alfarið þurfa að treysta á greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins til að framfleyta sér?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Íslendingar umburðarlyndari gagnvart innflytjendum en áður

Íslendingar umburðarlyndari gagnvart innflytjendum en áður
Fréttir
Í gær

Sýnatökur gærdagsins metnar á 50 milljónir – Ekki búið að gefa út gjaldskrá  

Sýnatökur gærdagsins metnar á 50 milljónir – Ekki búið að gefa út gjaldskrá  
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn um starfsmennina sem hættu fyrirvaralaust – „Flestir segja að ég eigi að hýrudraga þær“

Fiskikóngurinn um starfsmennina sem hættu fyrirvaralaust – „Flestir segja að ég eigi að hýrudraga þær“
Fréttir
Í gær

Segir að faðirinn og jafnvel móðirin verði pyntuð í Egyptalandi

Segir að faðirinn og jafnvel móðirin verði pyntuð í Egyptalandi
Fréttir
Í gær

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskikóngurinn ósáttur við framkomu starfsmanna sinna: „Látum sumt starfsfólk traðka á okkur“

Fiskikóngurinn ósáttur við framkomu starfsmanna sinna: „Látum sumt starfsfólk traðka á okkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“