fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. júlí 2019 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Erling Hermannsson er komin með nóg af því íslenska heilbrigðiskerfið bregðist andlega veikum og þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Langir biðlistar eru eftir plássi í meðferð og geðdeild hefur lokað fyrir 15 pláss tímabundið vegna manneklan og í sparnaðarskyni.  Ragnar ætlar því að stofna nýjan stjórnmálaflokk um helgina sem mun hafa það að markmiði breyta kerfinu eins og það leggur sig.

Ragnar greindi frá málinu í myndböndum sem hann hefur birt á Facebook undanfarna daga. Ragnar hefur nokkra reynslu af málaflokknum. Hann var meira í minna í neyslu frá 13 ára aldri og 24 ára gamall var hann handtekinn í Brasilíu fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Eftir að hann kom aftur til Íslands fór hann í langtímameðferð og hefur í dag snúið við blaðinu og nýtir reynslu sína til að hjálpa öðrum.

Hann hefur nú boðað til stofnfundar nýs stjórnmálaflokks sem mun hafa það að markmiði að taka til í kerfinu, einkum í málefnum þeirra sem glíma við fíknisjúkdóma.

„Tilefni þessa myndbands er samtal sem ég átti í morgun. Móðir hans Alberts Ísleifssonar, sem féll fyrir fíkninni sinni á þriðjudaginn í síðustu viku, hafði samband við mig. Við ætlum að nota hans sögu, þessa unga manns sem hafði reynt að verða edrú og reynt að byggja upp líf sitt, til að undirstrika þá neyð sem er í gangi“

Ragnar segir að ekkert úrræði hafi verið fyrir Albert. Hann skilur ekki hvernig mál andlega veikra og þeirra er glíma við fíkn virðist ekki vera í forgangi hjá Alþingi og stjórnvöldum.

Stjórnvöld virðist setja alla sína athygli í gæluverkefni og horfa fram hjá neyð samfélagsins. Ragnar gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega. „Ykkar ákvarðanir eru að deyða fólk á meðan þið eruð að spara í þessum málaflokki.

„Enn og aftur berast okkur fregnir af ungum manni sem féll frá vegna neyslu sinnar. Enn og aftur. Og eitthvað sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. En það er verið að spara, spara í þessum málaflokki. Það er verið að reisa glæsihallir og glæsihýsi út um allt og ég veit ekki hvað. En það er verið að loka heilbrigðisstofnunum og það eru biðlistar inn á meðferðarstofnanir.“

Ragnar telur að grundvöllurinn fyrir kærleiksríku samfélagi sé sá að einstaklingarnir sem í samfélaginu búa séu hamingjusamir.

Rótin að því að gera allt samfélagið kærleiksríkt og gott er sú að skapa hamingjusamt fólk, hamingjusamt samfélag. Þá fyrst mun allt annað fara að virka. Ég get ekki séð að neitt annað eigi að vera í forgangi annað en að breyta öllu kerfinu eins og það leggur sig. Því það er ekki að virka.

Því boðar Ragnar til stofnfundar nýs stjórnmálaafls næstu helgi sem mun hafa það eina markmið að breyta kerfinu eins og það leggur sig. Staðan í kerfinu sé nefnilega hræðileg. Landspítalinn hafi vegna manneklu og sparnaðar lokað 15 plássum á bráðageðdeild tímabundið og löng bið sé eftir því að komast í meðferðarúrræði. „Fólk mun deyja.“

„Hver verður næstur, verður það sonur þinn? Frændi þinn? Þetta mun bara versna.“

Ragnar segir nóg komið af þjáningu. „Sameinumst með okkar eigin þekkingu, krafta, vilja og minningu Alberts Ísleifs sem og þeirra hundruð einstaklinga sem við þekkjum eða munum þekkja ef þetta heldur svona áfram. […] Það er búið að vera nógu mikið um þjáningu, þetta er komið gott.“

Ríkisstjórninni sendir Ragnar eftirfarandi skilaboð: „Bjarni og þið, hvað sem þið heitið. Gerið eitthvað núna, annars kem ég á móti ykkur.“ Og óskar jafnframt eftir stuðningi almennings: „Ég þarf ykkar stuðning, ykkar þekkingu. Við höfum þekkingu á því hvernig kerfið virkar ekki. Og ég trúi því að við höfum líka þekkingu á því hvernig kerfið virka.“

„Við megum engan tíma missa. Kerfið er að skaða og við þurfum að breyta því.“

Stofnfundurinn verður haldinn að Hverfisgötu 69 Laugardag 20 júlí og Sunnudag 21 júlí klukkan 14:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu