fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Fréttir

Væri ráð að skammta Íslendingum flugferðir? Konan í leikskólanum gæti þá selt þingmanninum sína ferð

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. maí 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef fólk heldur að það sé hægt að leysa hamfarahlýnun jarðar með tækjum markaðarins væri nær að útdeila gæðum og heimila framsal í stað þess að leggja á tafagjöld og kolefnisgjöld. Skattlagning dregur úr mengun með því að þrýsta hinum verr settu út úr hinni skaðlegu neyslu, hin betur settu geta haldið áfram að menga.“

Þetta segir Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og stofnandi Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári birti áhugaverða hugleiðingu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann spurði hvort ráð væri að skammta flugferðir í stað þess að skattleggja mengun, til dæmis með tafagjöldum og kolefnisgjöldum eins og að framan greinir.

Alþýðufólkið vandamálið?

„Þetta er svipuð aðgerð og beitt var í ginfárinu á Bretlandseyjum fyrir þrjú hundruð árum; þá var gin skattlagt út úr kaupgetu alþýðunnar. Valdastéttin mat það svo að drykkja alþýðufólks væri vandamálið. Tafagjöld, kolefnisgjöld og annar slíkur skattur á óæskilega hegðun er sama eðlis; markmiðið er að fæla alþýðufólk frá hinni óæskilegu hegðun svo hin betur settu geti áfram mengað.“

Gunnar Smári segir að  réttlátara væri að skammta hverjum landsmanna eina eða tvær utanlandsferðir.

„Þau sem þurfa að ferðast meira yrðu þá að kaupa heimild til utanferða af þeim sem hafa minni hug á utanferðum. Þetta er sama kerfi og notað er varðandi mengunarkvóta, þau fyrirtæki sem menga minna geta selt ónotaðan mengunarkvóta til þeirra sem menga meira. Eftirmarkaður með þessa kvóta er algjör skítur og skömm, kvótarnir ýta í raun undir mengun í stað þess að draga úr henni en ástæðan er líklega fyrst og fremst sú að of mikið hefur verið gefið út á kvótum. En ég ætla ekki að verja þetta kerfi, myndi fara aðrar leiðir (hrekja auðvaldið frá völdum, fyrirbrigðið sem mesta ábyrgð ber á mengun) en vildi benda þeim sem halda að hægt sé að leysa umhverfisvána með markaðsaðgerðum innan kapítalismans að skattlagning er í reynd ekki markaðsaðgerð; en útdeiling kvóta er það ef framsal er heimilt.“

Loftslagsgæði eru almannagæði

Gunnar Smári lýsir því svo hvernig þetta myndi virka.

„Þegar þingmaður sem ferðast mikið er búinn með sínar tvær ferðir upp úr miðjum janúar þarf hann að finna utanferðarheimildir á markaði og kaupa þær. Jóa Jóns, starfskona á leikskóla, sem aldrei á efni á utanlandsferð og mengar því ekki neitt getur þá selt yfirstéttinni kvótann sinn og notað tekjurnar til að eiga fyrir mat út mánuðinn. Nú, eða safnað upp kvótanum sínum til að nota síðar, gefa börnunum sínum í stúdentsgjöf eða sleppt því að nota kvótann. Loftslagsgæði eru almannagæði og ættu að skilgreinast sem eign allra, ef fólk vill skilgreina allt sem markað; ekki aðeins eign ríkisvaldsins.“

Gunnar Smári segir að það sama eigi við um heimsóknir í miðbæinn; allir ættu að hafa sama aðgengi að þeim gæðum. Segir hann að í stað þess að skattleggja miðbæjarferðir til að fæla frá hina fátækari væri réttlátara að allir fengju að fara í bæinn, til dæmis þrisvar sinnum.

„Þeir sem vilja fara oftar þyrftu að fá aðra til að gefa sér kvótann, t.d. með því að ganga úti með hundinn þeirra eða taka til í geymslunni.“

Svipuð tillaga kom fram í Noregi

Gunnar Smári segist ekki vera að leggja þetta til og biðlar því til fólks að skamma hann ekki fyrir þessar tillögur. „Mér finnst bara að þau sem trúa að markaðurinn leysi öll mál best ættu að koma með almennilega markaðshugmynd en ekki aðeins enn eina tillöguna um að draga úr álagi hinna ríku af lífi hinna fátækari.“

Í athugasemdum undir færslu Gunnars Smára er bent á að sambærileg hugmynd hafi skotið upp kollinum í Noregi. Ketil Kjenseth, þingmaður Vinstri flokksins og formaður orku- og umhverfisnefndar Stórþingsins, lagði til að settur yrði kvóti á flug íbúa landsins. Hver íbúi fengi þannig 10 flugferðir og þeir sem þurfi að fljúga oftar geti keypt þær af þeim sem nýta ekki sínar ferðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Helgi Hrafn sagði svartri konu að hann hefði upplifað rasisma – „Sumt fólk heldur að ég sé múslimi“

Helgi Hrafn sagði svartri konu að hann hefði upplifað rasisma – „Sumt fólk heldur að ég sé múslimi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan beindi skammbyssu að fötluðum manni á áttræðisaldri

Lögreglan beindi skammbyssu að fötluðum manni á áttræðisaldri
Fréttir
Í gær

Alblóðugur maður handtekinn í Hlíðahverfi – „Maðurinn er veikur, þetta er bara harmleikur“

Alblóðugur maður handtekinn í Hlíðahverfi – „Maðurinn er veikur, þetta er bara harmleikur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aukinn áhugi á kennaranámi eftir COVID-19

Aukinn áhugi á kennaranámi eftir COVID-19
Fréttir
Fyrir 2 dögum

George Floyd málið -Samstöðumótmæli á Austurvelli á miðvikudag

George Floyd málið -Samstöðumótmæli á Austurvelli á miðvikudag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Húsaskiptabeiðnum rignir yfir Íslendinga – „yfirvöld vilja að ég komi til Íslands“

Húsaskiptabeiðnum rignir yfir Íslendinga – „yfirvöld vilja að ég komi til Íslands“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregluþjónar frelsissviptir í Hafnarfirði – Tveir handteknir vegna málsins

Lögregluþjónar frelsissviptir í Hafnarfirði – Tveir handteknir vegna málsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig lýsir rasisma í Bandaríkjunum – „Ég fór að grenja og ég öskraði á sjónvarpið: Ég drep ykkur“

Sólveig lýsir rasisma í Bandaríkjunum – „Ég fór að grenja og ég öskraði á sjónvarpið: Ég drep ykkur“