fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Yfirgefnir brjóstahaldarar á Suðurlandi: „Hugsað fyrir skemmtilegheitin“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 19. apríl 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góða daginn, gæti einhver sagt mér söguna um alla brjóstahaldarana sem hanga á leið til Vík, svona hljómaði fyrirspurn inn á Facebook síðunni Bakland ferðaþjónustunnar.  Enda góð spurning. Hvers vegna hanga þessir brjóstahaldarar þarna, og hvaðan koma þeir ?

Í einu svari við fyrirspurninni var þeirri kenningu varpað fram að brjóstahaldarar tengdust bólförum bóndans.

„Það er einn fyrir hverja konu sem bóndinn á bænum hefur náð að….“

Aðrir vildu halda því fram að þetta væri rusl, ósiður og vanvirðing við umhverfið. En síðan skýrðust aðstæður þegar einn benti á að Vísir hefði árið 2017 fjallað um yfirgefnu brjóstahaldarana.

Þar kom fram að um hefð er að ræða sem kemur frá öðrum eiganda jarðarinnar Brekkukot, Þórhalli Birgissyni, sem fékk þessa hugmynd í samráði við Önnu Birnu Þráinsdóttur sem þá var sýslumaður á Suðurlandi.

„Eina kvöldstund sat maðurinn minn með sýslumanninum, frú Önnu Birnu Þráinsdóttur, og þeim datt þetta snilldarráð í hug og svo hefur verið að bætast á girðinguna í gegnum tíðina,“ sagði Lilja Georgsdóttir, hinn eigandi Brekkukots, í samtali við Vísi.

Lilja sagðist hafa grínast með það að þeir sem stoppi til að taka myndir séu skyldugir til að skilja eftir brjóstahaldara. Hún sjálf sé þó löngu orðinn brjóstahaldaralaus þar sem þeir hafi allir endað á girðingunni.

„Þetta var bara hugsað fyrir skemmtilegheitin. Í staðinn fyrir að hengja sokka á girðinguna, eins og maður hefur séð, var ákveðið að velja brjóstahaldarana.“

Ljóst er að hefðin er að festast vel í sessi og tveimur árum eftir umfjöllun Vísis hefur bæst verulega í brjóstahaldaraflóruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi