fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Átta ára drengur í sjokki á Suðurnesjum – „Honum fannst þetta rosalegt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 29. mars 2019 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta ára drengur varð fyrir þeirri sáru og erfiðu reynslu á dögunum þegar hann var rændur síma af fullorðnum manni í strætóskýli á Reykjanesi. Honum varð þó til happs að smáforritið „Find my iPhone“ gat staðsett síma hans í blokk á Ásbrú. Fyrir tilstuðlan lögreglu er drengurinn nú kominn aftur með símann. Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu.

Drengurinn var að fara að taka strætó heim við Nettó í Reykjanesbæ. „Hann spyr erlendan mann hvort hann viti hvenær næsti strætó kemur. Maðurinn svarar „I don’t understand“. Þá fer drengurinn út í strætóskýli, en maðurinn eltir hann og sest við hliðina á honum,“ segir heimildarmaður DV sem þekkir til fjölskyldu drengsins.

Síðan kemur strætó sem drengurinn og erlendi maðurinn taka báðir, en sitja þó ekki saman.

„Hann fattar þá að síminn hans er horfinn.“

Drengurinn leitaði árangurslaust af símanum og sneri því næst niðurbrotinn heim til foreldra sinna og greindi þeim leiður frá því að hann hefði týnt símanum. Honum var þar ekki orðið ljóst, að síminn hefði verið tekinn ófrjálsri hendi. Þessi erlendi maður hafði lætt hönd sinni í vasa hettupeysu drengsins og tekið símann.

„Hann var bara í sjokki, leiður. Hann hélt að síminn væri týndur úti í snjónum. En móðir hans sá á Find my iPhone að síminn væri kominn upp á Ásbrú og þá gerði hún sér grein fyrir því að símanum hefði verið stolið.“

Forritið sýndi að síminn væri staddur í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ þar sem hælisleitendur dvelja. Foreldrar drengsins leituðu til lögreglu og sýndu þeim staðsetningu símans. Þá varð uppi fótur og fit. Þrír lögreglubílar voru sendir á staðinn og upp hófst mikil leit af símanum.

„Þeir leituðu fyrst, en þá hefur verið búið að fela símann. Þeir voru að gefast upp því drengurinn þekkti ekki mennina á myndum. En þarna höfðu verið öryggismyndavélar og þá var hægt að skoða upptökurnar þar sem drengurinn ræddi við þjófinn.“

Drengurinn var svo fenginn til að bera kennsl á manninn á upptökunni.

„Hann var bara í sjokki, það voru þrír lögreglubílar. Honum fannst þetta rosalegt. Hann fór upp á stöð til að bera kennsl á manninn og leið svolítið eins og hann væri lögreglumaður.“

Í kjölfarið fannst síminn, þjófurinn handtekinn og lítill átta ára drengur fékk símann sinn aftur. Drengurinn er brattur miðað við aðstæður, en ætlar þó að bíða með frekari ævintýri í strætó.

„Hann ætlar ekki að fara í strætó einn aftur. Maðurinn sagði samt ekkert við hann, ógnaði honum ekki eða hótaði. Þessi maður var vanur tók og tók símann fagmannlega úr vasanum hans.“

Fjölskylda drengsins er afar ánægð með viðbrögð lögreglu í málinu.

„Þau voru með staðsetninguna og það var bara farið strax af stað. Mér skilst að þeir hafi verið rosalega flottir þessir lögreglumenn sem gengu í verkið, eiga mikið hrós skilið.“

Viðmælandi blaðamanns vildi vekja athygli á málinu ef svo kynni að vera að önnur börn hefðu lent í því sama, án þess að gera sér grein fyrir því.

„Maður veltir í kjölfarið fyrir sér hvort það séu fleiri börn, sem hafa týnt símum eða veskjum, sem hafa lent í þessu sama. Maður heyrir aldrei um vasaþjófnað á Íslandi, alla vega ekki ég og ekki í Keflavík.“

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“
Fréttir
Í gær

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi
Fréttir
Í gær

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Í gær

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“