fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. janúar 2019 18:09

Sigurjón Kjartansson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Kjartansson hefur beðist afsökunar á þeim orðum sem ein persóna í Ófærð lætur falla. Í nýjasta þættinum mátti sjá senu þar sem tveir skuggalegir náungar ræða saman. Þar féllu þessu orð:

„Ég skil þetta með Skúla, hann er svona korter í Downs en ég hélt í alvöru talað, það verða að vera allavega tvær fokkin heilasellur í hausnum á þér!“

Nokkrar umræður áttu sér í kjölfarið stað á samfélagsmiðlum þar sem orðanotkunin „korter í Downs“ var harðlega gagnrýnd og sögð niðrandi, gamaldags og ýta undir fordóma.

Diljá Ámundadóttir Zoega, varaborgarfulltrúi og móðir stúlku með Downs-heilkenni, biðlaði einnig til aðstandenda þáttanna að gæta að orðavali. Sagði Diljá meðal annars:

„Í mínum augum er það nefnilega ekkert nema jákvætt að vera manneskja með Downs. Enda er ég mamma hennar Lunu sem er svo geggjuð týpa, þrátt fyrir ungan aldur. Mig langar svo að hún upplifi sig sem hluti af þjóðfélagi sem gerir ekki lítið úr henni að óþörfu.“

Sigurjón Kjartansson tjáði sig undir þræðinum, viðurkenndi að hafa skrifað þessi orð og baðst hann afsökunar.

„Ég er semsagt þessi handritshöfundur sem skrifaði þessi ósmekklegu orð ofaní munn hins uppskáldaða Markúsar, sem er reiður og hræddur rasisti. Það er rétt að það hefði mátt finna annað orðfæri til að lýsa slæmu innræti Markúsar en akkúrat þessa setningu og ég tek fulla ábyrgð á því,“ sagði Sigurjón og bætti við:

„Ég biðst hér með afsökunar á þessu hugsunarleysi – fyrir hönd mína og annara aðstandenda Ófærðar. Við munum að sjálfsögðu hafa þessa ábendingu í huga í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“