Föstudagur 05.mars 2021
Fréttir

Umdeild hænsnarækt í fjölbýlishúsi: „Gaggið í þeim er afar þreytandi“

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 22. september 2018 16:00

Sólgata 8 á Ísafirði. Í risi hússins halda pólsk hjón á annan tug hænsnfugla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í íbúð einni í fjölbýlishúsi að Sólgötu 8 á Ísafirði fer fram undarlegur búskapur. Hænsnarækt. Í risi hússins halda pólsk hjón tíu hænur. Nágrannar eru orðnir langþreyttir á gagginu í fuglunum en hafa gefist upp að reyna að berjast gegn því. Matvælastofnun skoðaði aðstöðu fuglanna fyrir rúmu einu og hálfu ári og var niðurstaðan sú að hún væri til fyrirmyndar. „Strangt tiltekið þarf viðkomandi ekki leyfi ef hann er með færri en 250 fugla,“ segir héraðsdýralæknir Vesturumdæmis í samtali við DV.

„Ég held að þær fái betri mat að borða en við“

Þrjár íbúðir eru í húsinu sem er á þremur hæðum. Á jarðhæðinni eru tvær íbúðir sem hvor er um 70 fermetrar að stærð. Á efri hæðinni búa síðan hjónin Marzena og Wieslaw Nesteruk í tvöfalt stærri íbúð auk þess sem þau hafa aðgang að risi hússins. Þar hafa þau komið fyrir haganlega uppsettu rými fyrir hænsnin. „Pabbi var bóndi í Póllandi og hélt þar hænur. Það fer mjög vel um fuglana uppi á lofti. Þær eru tíu talsins og ég held að þær fái betri mat að borða en við,“ segir eldri sonur þeirra, Dariusz, í stuttu samtali við blaðamann sem var að falast eftir viðtali við foreldrana. Það var ekki hægt því þau voru stödd í sumarleyfi á Spáni.

Það eru þó ekki allir hlynntir hænsnastóðinu í húsinu. Nágrannar, bæði í húsinu og nærliggjandi húsum, eru orðnir þreyttir á ástandinu. „Það er með ólíkindum að þetta sé leyfilegt. Hænur eiga ekki heima í fjölbýlishúsum. Gaggið í þeim er afar þreytandi og svo fylgir þessu óþefur. Þau halda einnig hund og kött og því er fjölbýlishúsið orðið að eins konar bóndabýli,“ segir nágranni í samtali við DV. Hann kveðst hafa haft samband við Heilbrigðiseftirlitið og Matvælastofnun vegna málsins og talið að lausn væri í sjónmáli þegar héraðsdýralæknir boðaði komu sína fyrir um 18 mánuðum. „En það gerðist ekki. Þau veittu þessu bara blessun sína,“ segir nágranninn og sagðist hafa orðið mjög undrandi.

Þarft ekki leyfi fyrir færri en 250 fugla

Í samtali við DV staðfestir Elísabet Fjóludóttir, héraðsdýralæknir Vesturumdæmis, að hún hafi farið við annan mann og tekið hænsnaræktina út á sínum tíma. „Við fengum þessa tilkynningu og fórum því og skoðuðum aðstæður. Aðbúnaður dýranna var til fyrirmyndar og þar með höfðum við engar heimildir til þess að grípa inn í. Við höfum síðan ekki fengið neinar tilkynningar um að aðbúnaður dýranna hafi versnað. Strangt tiltekið þarf viðkomandi ekki opinbert leyfi fyrir fuglunum nema þeir séu yfir 250 talsins,“ segir Elísabet. Aðspurð hvort hún þekki önnur dæmi um hænsnarækt innandyra í fjölbýlishúsum segir Elísabet: „Nei, þetta verður að teljast frekar óvenjulegt. En sá sem heldur fuglana kann greinilega sitt fag,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“
Fréttir
Í gær

Nálgunarbannsbrjótur reykspólaði sig í fang lögreglunnar á Suðurnesjum

Nálgunarbannsbrjótur reykspólaði sig í fang lögreglunnar á Suðurnesjum
Fréttir
Í gær

Ævintýralegur ferill íslenskrar konu í akstri undir áhrifum lyfja – Samandregnir augasteinar, titraði og var sljó

Ævintýralegur ferill íslenskrar konu í akstri undir áhrifum lyfja – Samandregnir augasteinar, titraði og var sljó
Fréttir
Í gær

Upplýsingafundur vegna yfirvofandi eldgoss

Upplýsingafundur vegna yfirvofandi eldgoss
Fréttir
Í gær

Mæla með að fólk sé undirbúið og taki saman öryggisbirgðir – „Þetta á alltaf við, maður á alltaf að vera tilbúinn í þrjá daga“

Mæla með að fólk sé undirbúið og taki saman öryggisbirgðir – „Þetta á alltaf við, maður á alltaf að vera tilbúinn í þrjá daga“
Fréttir
Í gær

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bílnúmeraplötum

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bílnúmeraplötum