fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Hafnar því að orðræða sem þessi viðgangist: „Viðurstyggileg ummæli í garð kvenna, fatlaðs fólks og samkynhneigðra“

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 2. desember 2018 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur fordæmir harðlega þau ummæli sem þingmenn Miðflokks og Flokks fólksins viðhöfðu um samstarfsfólk sitt á Alþingi á veitingastaðnum Klaustur þann 20. nóvember síðastliðinn.

Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu sem er undirrituð af Aðalsteini Hauki Sverrissyni, en þar segir:

„Það að kjörnir fulltrúar séu uppvísir um að viðhafast svo viðurstyggileg ummæli í garð kvenna, fatlaðs fólks og samkynhneigðra eins og nú hefur verið ljóstrað upp um er með öllu óafsakanlegt.

Stjórn FR hafnar því að orðræða sem þessi viðgangist almennt meðal fólks í stjórnmálum og finnst með þeim orðum harkalega vegið að fólki í öllum flokkum eða hvar sem það starfar í stjórnmálum.

Það að starfa í stjórnmálum er hugsjónarstarf og óeigingjarnt starf sem að mestu leyti er unnið í sjálfboðavinnu þeirra sem það gera. Fólk gerir það af einlægum áhuga til að bæta samfélag sitt en ekki til að ota sínum tota og níða mann og annan.

Stjórn FR telur viðkomandi þingmenn rúna trausti og ei sætt á Alþingi sem fulltrúar lands og þjóðar.

Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur

Með bestu kveðju
Aðalsteinn Haukur Sverrisson“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi