fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Íbúar senda frá sér yfirlýsingu vegna lögbannsins:„Leiðinlegt að orðspor Norðlingaholts hafi beðið hnekki“

Auður Ösp
Föstudaginn 7. desember 2018 14:08

Vistheimilið opnaði í október síðastliðnum, við Þingvað 35 í Norðlingaholti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Norðlingaholti hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem tekið er fram að lögbann á fyrirhugað vistheimili fyrir ungmenni með fíknivanda sé ekki í þeirra nafni.

Vistheimilið hóf starfsemi um miðjan október síðastliðinn og var ætlunin að vista þar tvö til þrjú ungmenni í senn. Heimilið var hugsað fyrir ungmenni sem hafa verið í vímuefnaneyslu og þurfa aðlögun og stuðning eftir meðferð. En enn sem komið er hefur þó ekkert ungmenni verið vistað á heimilinu. Íbúðasamtök Norðlingaholts semog íbúar í nágrenni hússinss lögðu fram lögbannskröfu á starfsemina sem sýslumaður hefur nú samþykkt. Þetta kom fram í frétt DV í morgun.

Í tilkynningunni kemur fram að íbúar séu  vonsviknir og sorgmæddir  yfir fréttum undanfarna daga. Fram kemur að íbúasamtök Norðlingaholts, sem hafa mótmælt rekstri vistheimilisins, og þeir nágrannar sem kröfðust lögbannsins tali ekki í nafni íbúa hverfisins.
Þá segja íbúar leiðinlegt að  orðspor Norðlingaholts hafi beðið hnekki vegna frétta af þessu máli.
„Verst er að börnin sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda þurfa nú að bíða enn lengur vegna þessara harkalegu aðgerða. Við vonum að viðkomandi íbúar sjái að sér og afturkalli lögbannskröfuna, og hvetjum Barnaverndarstofu til að finna úrræðinu annan stað í hverfinu, því við viljum geta boðið skjólstæðinga vistheimilisins velkomna í fallega og friðsæla Norðlingaholtið okkar.“

Hér fyrir neðan má finna tilkynninguna í heild sinni:

Lögbann á fyrirhugað vistheimili í Norðlingaholti er ekki í okkar nafni
Við undirrituð erum vonsvikin og sorgmædd yfir fréttum um að lögbann hafi verið sett á fyrirhugað vistheimili fyrir ungmenni með fíknivanda í Þingvaði í Norðlingaholti. Íbúasamtök Norðlingaholts, sem hafa mótmælt rekstri vistheimilisins, og þeir nágrannar sem kröfðust lögbanns á starfsemina tala ekki í okkar nafni.
Úrræði sem þessi eru mikilvægur þáttur í því að styðja við börn sem þurfa á aðstoð að halda til að komast aftur á beinu brautina. Samfélag sem vill hjálpa þeim sem hafa misstigið sig þarf að sýna það í verki, en ekki skilyrða samúðina við að hjálpin fari fram fjarri þeim sjálfum. Við tökum undir með Barnaverndarstofu að slík viðhorf lýsi sorglegri þröngsýni, og okkur þykir leiðinlegt að orðspor Norðlingaholts hafi beðið hnekki vegna frétta af þessu máli.
Verst er að börnin sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda þurfa nú að bíða enn lengur vegna þessara harkalegu aðgerða. Við vonum að viðkomandi íbúar sjái að sér og afturkalli lögbannskröfuna, og hvetjum Barnaverndarstofu til að finna úrræðinu annan stað í hverfinu, því við viljum geta boðið skjólstæðinga vistheimilisins velkomna í fallega og friðsæla Norðlingaholtið okkar.
Salvar Þór Sigurðarson, Rauðavaði
Hulda Gísladóttir, Rauðavaði
Kolbrún Sara Aðalsteinsdóttir, Bjallavaði 1
Vala Ragna Ingólfsdóttir, Sandavaði 3
Berglind Ósk B. Filippíudóttir, Lindarvaði
Arnþór Kristjánsson, Lindarvaði
Steinunn Arnórsdóttir, Hestavaði 3
Marta Ruth Guðlaugsdóttir, Bjallavaði
Guðný Maja Riba, Selvaði 3
Óskar Barkarsson, Selvaði 3
Guðlaug Pálsdóttir, Ferjuvaði
Sigrún Ásta Magnúsdóttir, Hólmvaði 2
Jóhanna Birna Hrólfsdóttir, Selvaði 1
Aníta Lára Ólafsdóttir, Helluvaði 1
Dóra Sveinsdóttir, Selvaði
Berglind Fanndal Káradóttir, Helluvaði 1
Berglind Karlsdóttir, Selvaði 1
Helena Guðlaugsdóttir, Þingvaði 57
Finnur Dellsén, Rauðavaði
Ásrún Björg, Bjallavaði 15
Sigurður Hákon, Bjallavaði 15
Rakel Jana Arnfjörð, Hestavaði 5
Ósk Elísdóttir, Hólmvaði 8
Unnur Sigurþórsdóttir, Sandavaði 9
Hinrik Carl Ellertsson, Bjallavaði 7
Hlín Ólafsdóttir, Kambavaði 1
Ásdís Thelma Fanndal Torfadóttir, Ferjuvaði 1
Trausti Sigurbjörnsson, Ferjuvaði 1
Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir, Selvaði 3
Anna G. Ingvarsdóttir, Hólavaði 5
Stella Kristín Hallgrímsdóttir, Hestavaði
Katrín Klara Þorleifsdóttir, Krókavaði
Sigríður Eyjólfsdóttir, Rauðavaði
Guðrún Matthildur Arnardóttir, Hólavaði
Hjörtur Logi Dungal, Hestavaði
Stefanía Reynisdóttir, Lækjarvaði
Dagný Guðjónsdóttir, Hólavaði 51
Ásgerður Friðbjarnardóttir, Bjallavaði 7
Matthildur Þ. Gunnarsdóttir, Árvaði 1
Björgvin Freyr, Bjallavaði
Harpa F. Johansen, Bjallavaði 7
Þórður Friðbjarnarson, Rauðavaði 9
Hafdís Bárudóttir, Rauðavaði 25
Helena Drífa Þorleifsdóttir, Hólavaði
Grétar Örn Jóhannsson, Krókavaði
Haraldur Theodórsson, Selvaði 1
Klara Hansdóttir, Selvaði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“