Vímulaus æska: Bein útsending frá málþingi í Gerðubergi
Samráðsvettvangur um vímuefnaforvarnir og valdeflingu foreldra heldur í dag málþing í Gerðubergi. Hófst málþingið klukkan 17 í dag. Hópurinn samanstendur af fulltrúum frá Vímulausri æsku-Foreldrahúsi, IOGT á Íslandi og Olnbogabörnum.
https://www.facebook.com/www.dv.is/videos/292202594724189/
Erindi munu flytja:
Eygló Árnadóttir, Forvarnarfulltrúi Fjölbrautarskólans í Ármúla:
Kvikmyndin „Lof mér að falla“. Nýtist hún í forvarnarskyni?
-Reynslusaga úr framhaldsskóla
Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir SÁÁ
„Foreldra til virkni“
Ingibjörg Markúsdóttir, sálfræðingur Barnaverndarstofu og
Marta María Ástbjörnsdóttir sálfræðingur og teymisstjóri.
„Bjargráð foreldra til að takast á við áhættuhegðun“
Rafn M. Jónsson, Embætti Landlæknis: „Virkar forvarnir og snemmtæk íhlutun“
Auður Axelsdóttir, iðjuþjálfi hjá Hugarafli
„Valdefling aðstandenda“
Boðið verður upp á stuttar fyrirspurnir og umræður í framhaldi hvers erindis, en tími fyrir almennar umræður verða að þeim loknum.
Fundurinn höfðar sérstaklega vel til foreldra ungmenna og þeirra sem hafa áhuga á forvörnum.
Fundarstjórar eru:
Aðalsteinn Gunnarsson, Sigrún Vatnsdal Bjarnadóttir og Sigurður Magnason