fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Þessi strá fyrir utan braggann kostuðu 757 þúsund krónur – Höfundaréttavarin og keypt frá Danmörku

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 17:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strá sem voru gróðursett fyrir utan braggann í Nauthólsvík kostuðu Reykjavíkurborg 757 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum Eyjunnar er um að ræða sérstök strá sem eru höfundaréttavarin. Voru þau flutt sérstaklega inn til landsins frá Danmörku og heita á íslensku dúnmelur. Dúnmelur er stórvaxið gras og nauðalíkt hinu náskylda melgresi sem er að finna um allt land.

Eyjan hefur fjallað ítarlega um braggablúsinn svokallaða í Nauthólsvík. Um er að ræða framkvæmdir á þremur húsum, bragganum, skála og fyrirlestrasal sem kenndur er við náðhús. Byggingarnar voru reistar árið 1943 við Hótel Winston sem stóð þá við Reykjavíkurflugvöll. Upphaflegt kostnaðarmat á verkefninu var 158 milljónir, en heildarkostnaður er nú kominn upp í 415 milljónir, eða 257 milljónum fram úr kostnaðaráætlun og liggur endanlegur kostnaður ekki fyrir. Til stendur að Háskólinn í Reykjavík leigi braggann af Reykjavíkurborg fyrir 694 þúsund krónur á mánuði eða 8,3 milljónir á ári. Það þýðir að það mun að minnsta kosti taka hálfa öld til að greiða upp húsnæðið, en þessi upphæð er án nokkurra vaxtagjalda.

Sjá einnig: Braggablúsinn kominn í 415 milljónir -Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir

Margir hafa sett spurningarmerki við hvers vegna kostnaðurinn fór fram úr kostnaðaráætlun og hafa Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins, gagnrýnt borgaryfirvöld harðlega vegna málsins og setja þær stór spurningarmerki við einstaka kostnaðarliði. Til dæmis hefur náðhúsið kostað 46 milljónir til þessa, en af myndum þaðan að dæma virðist sá kostnaður eiga eftir að aukast.

Sjá einnig: Náðhúsið kostaði 46 milljónir – „Hér hafa verið gerð stór mistök“

Sjá einnig: Vigdís tók myndir inn um gluggann á „klósettinu“ í Nauthólsvík: „Ég er þrumu lostin yfir þessu ástandi“

Ekki var ákveðið að nýta blóm í eigu Reykjavíkurborgar og fá ungmenni til að planta þeim, heldur kaupa höfundaréttavarin strá erlendis frá. Eins og áður segir kostuðu stráin  700 þúsund krónur en einnig fóru 140 þúsund krónur í að borga fyrir vinnu við að velja plöntur á lóð braggans. Margrét Leifsdóttir, arkitekt verkefnisins og starfsmaður Arkíbúllunar var verkefnisstjóri verkefnisins, en hún fékk rúmlega 28 milljónir króna greiddar fyrir verkið.

„Ég myndi vilja, af því málið er í rannsókn hjá innri endurskoðun hjá borginni, þá myndi ég vilja að bíða með að tjá mig um málið þar til rannsókn er lokið.“

Margrét sagði einnig að hún hafi ekki enn þá rætt við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.

Þess má svo geta að dúnmelur er ein af fyrstu plöntum til að koma sér fyrir í sandöldum og hemja þær. Ekki ósvipað melgresinu okkar sem það er náskylt. Samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands vex Melgresi hringinn í kringum landið og þekur rúmlega 300 hektara af landinu, og er meðal annars mikið af því að finna niður í Gróttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“