fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Viðbjóðsleg aðkoma að salernisaðstöðunni við Grjótagjá

Auður Ösp
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 09:51

Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef við viljum að gestir okkar gangi sómasamlega um þá verðum við að bjóða upp á almennilega þjónustu til slíks,“ segir Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari í samtali við DV en meðfylgjandi ljósmyndir tók hann af salernisaðstöðu sem komið hefur verið upp við Grjótagjá í Mývatnssveit.

Greint var frá því á vef Morgunblaðsins þann 11. júlí síðastliðinn að búið væri að loka fyrir aðgengi að Kvennagjánni í Grjótagjá. Ástæðan er sóðaleg umgengi ferðamanna.

Í samtali við vefinn sagði Ólöf Hallgrímsdóttir, einn landeigenda að um væri að ræða tímabunda lokun á meðan beðið væri eftir deiliskipulagi fyrir landsvæðið.

Fram kom að umgengnin í hellinum væri oft á tíðum afar slæm. Vinsælt hefur verið á meðal ferðamanna að baða sig í hellinum en á svæðinu er skilti þar sem fram kemur að baðferðir séu bannaðar.

Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson

„Þarna er fólk að hafa hægðir, þvo skóna sína, þvo leirtauið, bursta tennurnar og einnig hafa sumir sofið þarna í gjánni.“

Þá kom fram að búið væri að setja þurrkamra og bílastæði á svæðinu til að reyna að stemma stigu við þessu vandamáli.

Meðfylgjandi ljósmyndir sýna aðstöðuna við Grjótagjá eins og hún blasti við Guðmundi Ingólfssyni á dögunum.  Óþarfi er að lýsa myndefninu nánar en í færslunni gagnrýnir Guðmundur ferðaþjónustuna í Mývatnssveit og bendir á að breytinga sé þörf.

Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson

„Ég kom þarna sunnudaginn 12.8.18 og sá kamar og rauðbleikan bauk til að greiða í fyrir þægindin og gerði svo og síðan blasti þjónustan við mér.

Rétt er að vara við myndum þessum eins og þeir segja í sjónvarpinu. Mikill ferðamannastraumur er við Mývatn og líklega hafa heimamenn þénust af en þá þarf líka þjónustu.“

Sama sagan á Þingvöllum

Í frétt DV á dögunum var einnig greint frá afleitri salernisafstöðu fyrir gesti á Þingvöllum. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá salerni sem eru yfirfull af mannaskít og pappír.

Í samtali við DV segir rútubílstjóri sem tók myndbandið, að aðstaðan sé svona alla daga, ekki sé um tilfallandi ástand að ræða. „Þetta er magnað að upp í toppi eru salerni þar sem kostar 200 kr. fyrir mann. Samt erum við að borga rútugjald fyrir hverja rútu, 1.500-3.000 kr. Einu fríu salernin hér eru þessir kamrar og þau eru alltaf yfirfull og ég hef aldrei séð starfsmann fara þar inn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Í gær

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Í gær

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Í gær

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins