fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Fengu vægt áfall þegar erfðaskráin leit dagsins ljós

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. maí 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Sylvia Bloom lést ekki alls fyrir löngu í hárri elli, 96 ára, bjuggust aðstandendur hennar ekki við því að hún hefði sankað að sér miklum auðæfum yfir ævina. Sylvia var ritari í hartnær 70 ár og hafði sinnt því starfi af kostgæfni um áratugaskeið – og þegið sanngjörn en langt því frá há laun.

Sylvia lét enda ekki mikið fyrir sér fara. Hún leigði litla íbúð í Brooklyn í New York, notaði almenningssamgöngur til að komast ferða sinna og klæddi sig í ósköp venjuleg föt. Það kom því frænku hennar verulega á óvart þegar hún sá erfðaskrá Sylviu, en hún átti rúmar níu milljónir Bandaríkjadala, hátt í einn milljarð króna, inni á bankabók.

„Hún hafði aldrei minnst einu orði á þetta,“ segir Jane Lockshin, frænka Sylviu, í samtali við New York Times.

Sylvia starfaði sem ritari fyrir lögfræðinga og fjárfesta á sínum tíma og talið er að hún hafi séð sér leik á borði og gert sömu fjárfestingar og yfirmenn hennar – nema í miklu minni mæli og fyrir minni fjárhæðir. Þetta gerði hún yfir langt tímabil og smátt og smátt eignaðist hún talsverða fjármuni.

Það sem vekur einna mesta athygli er að hún ákvað að láta nær allar sínar eigur renna til góðgerðarsamtaka sem aðstoða bágstödd börn við að sækja sér menntun. „Við vorum furðu lostin,“ segir David Garza, framkvæmdastjóri Henry Street Settlement, en samtökin fengu rúmar sex milljónir dala af auðæfum Sylviu. Önnur samtök fengu svo sinn skerf.

„Hún var barn sem ólst upp á tímum kreppunnar miklu og vissi hvernig það var að eiga lítinn pening,“ segir góður vinur Sylviu og fyrrverandi samstarfsmaður. „Hún hafði mikla samkennd með þeim sem minna mega sín og vildi ávallt að allir fengju jöfn tækifæri,“ bætir hann við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband