fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Sara Heimis minnist Rich Piana

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 25. ágúst 2017 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vaxtarræktarkonan Sara Heimisdóttir minnist eiginmanns síns, hins bandaríska vaxtarræktarmanns Rich Piana. Hann veiktist á heimili sínu í Flórída og var haldið sofandi í öndunarvél um tíma. Hún segir:

„Ég er í tárum yfir því að @1dayumay (Piana) sé látinn. Ég trúi þessu varla…ég er svo leið og hjarta mitt er brotið yfir því að hann hafi ekki lifað þetta af. Ég vill aðeins segja ÞAKKA ÞÉR Rich fyrir að kenna mér á lífið, hvort sem það var á auðveldan eða erfiðan hátt. Við áttum okkar sælu og sorgarstundir en við höfðum ávallt gaman og börðum í gegnum myrku stundirnar saman. Þú snertir svo marga og hjálpaðir svo mörgum!“

Sara og Rich skildu að borði og sæng árið 2016 en voru enn þá lagalega hjón þegar hann féll frá. „Ég vil að þið vitið það þó að ég græði EKKERT á því sjálf. Ég veit að fólk talar á samfélagsmiðlum en sannleikurinn er sá að ég er ekki sú „vonda“ manneskja sem margir halda að ég sé. Ég bjargaði lífi Rich einu sinni og er ánægð að hafa verið til staðar fyrir hann á þeim tíma.“

„Rich, ég vona að þér líði betur í himnaríki og að þú sért heilbrigður núna. Hvíl í friði elsku eiginmaður minn.“
Margir hafa minnst Rich Piana á samfélagsmiðlum í dag. Ástralski vaxtarræktarmaðurinn Calum von Moger segir: „Stór maður með stórt hjarta – HÍF Rich Piana“.

Ekki hefur ennþá fengist staðfest að Piana sé látinn. Chanel Jansen, kærasta Rich, sagði við fréttamiðilinn TMZ þann 11. ágúst: „Ég vil að það sé alveg á hreinu að Rich er enn á lífi. Ég og fjölskylda hans biðjum ykkur um að senda jákvæðar hugsanir, bænir og ást.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi