fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
Fréttir

Kristján Örn sneri niður öryggisvörð Landsbankans: „Hann ræðst á hjartveikan áttræðan föður minn“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 7. september 2017 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Örn Elíasson er maðurinn sem réðst á öryggisvörð í Landsbankanum í Austurstræti í gær samkvæmt dagbók lögreglu. Í samtali við DV segir Kristján að dagbók lögreglu segi einungis eina hlið málsins. „Pabbi fékk massívt hjartaáfall árið 2012. Karlinn telur að bankinn sé að drepa sig og ég er bara að verja hann. Þú ræðst ekki á gamlan mann fyrir að halda á síma,“ segir Kristján Örn.

„Lagði hann til“

Kristján birtir á Facebook-síðu sinni myndband þar sem má sjá aðdraganda ryskinganna. „Öryggisvörður Landsbankans/Securitas ræðst á hjartveikan áttræðan föður minn. Ég neyddist til að taka öryggisvörðinn hálstaki og endaði viðureignin þar sem hann var „lagður til“ á útidyratröppum Landsbankans. Yfirmenn bankans fela sig og augljóst að sækja verður þá á heimili þeirra. Ef ég þekki stjórnsýsluna rétt þá er Jón H.B. Snorrason og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að ræsa út Víkingasveitina í þessum skrifuðum orðum,“ skrifar Kristján á Facebook.

Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi deilir myndbandinu og skrifar: „Hvað er verið að fela í bankanum sem ekki þolir dagsljósið?“

Í dagbók lögreglu er atvikinu lýst nokkuð öðru vísi. „Kl. 14 var tilkynnt um líkamsárás á öryggisvörð í Landsbankanum í Austurstræti. Árásaraðili var farinn er lögregla kom á staðinn en vitað er hver hann er og árásin náðist á upptöku öryggismyndavéla. Mun öryggisvörðurinn hafa verið tekinn hálstaki og sparkað í hann. Málið verður rannsakað frekar,“ segir í dagbók lögreglu.

Stríð við bankann

DV hefur áður fjallaðu stríð Kristjáns við Landsbankann en í fyrra lögðu þrír stjórnendur bankans kæru á hendur honum fyrir hótanir og rof á friðhelgi einkalífsins. Þar á meðal var Steinþór Pálsson, fyrrverandi bankastjóri, sem taldi öryggi sínu ógnað og yfirgaf heimili sitt um tíma. Kristján hefur fúslega viðurkennt að hafa farið að heimili Steinþór til að ræða uppgjör skuldamáls sem tengist honum og fjölskyldu hans. Steinþór vildi ekki tjá sig um málið á sínum tíma þegar eftir því var leitað.

Forsaga málsins er sú að Kristján Örn er stjórnarformaður Elliðafélagsins sem er félag utan um jörðina Elliða í Staðarsveit, Snæfellsnesi. Jörðin var áður í eigu afa Kristjáns og því er um ættaróðal fjölskyldunnar að ræða. Jörðin er geysistór, 2.144 hektarar, og segir Kristján að fjölskyldan hafi fengið tilboð í jörðina uppá 100 milljónir króna á árunum fyrir hrun. Hann hafi hafnað því enda hefði jörðin fyrst og fremst tilfinningalegt gildi en ekki peningalegt. Kristján tók tvö lán í nafni félagsins frá Landsbankanum fyrir hrun, samtals að upphæð 20 milljónir króna. Í kjölfar bankahrunsins réð hann ekki við afborganir lánanna og lenti í vanskilum.

Tók hann hálstaki

Myndbandið sem Kristján birtir sýnir einungis aðdraganda þess að hann sneri öryggisvörðinn niður. Hann lýsir því sem gerðist næst svo: „Hann ræðst innan gæsalappa á pabba eða hrifsar af honum símann eða kippir af honum símann. Eins og þú sérð á myndbandinu þá geng ég í bankann og þú sérð að hann talar við mig og byrjar að ganga út. Svona óbeint að vísa manni út. Þegar við erum komnir að dyrunum þá rífur hann símann af pabba sem missir hann í gólfið frekar harkalega.

„Þá rétti ég pabba hina græjuna, ég er farinn að vera með upptökutæki á mér, ég skrái allt því það er búið að ljúga svo miklu. En ég gríp símann og tek hann hálstaki og dreg hann út úr bankanum, það voru ekki nema tveir metrar. Ég held honum hálstaki þar í smá tíma og hann spriklar eitthvað. Ég sparkaði aldrei í hann, þetta er kannski óljóst að einhverju leyti, en hann reynir að keyra inn í mig og ég ætlaði að spyrna honum frá mér. Ég sleppi honum og fer til hliðar. Ég hélt að hann ætlaði í mig en þá ætlaði hann bara að hlaupa beint inn í bankann og þá fórum við bara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin smit hjá starfsfólki í Kringlunni

Engin smit hjá starfsfólki í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héldu óvænt partý fyrir einstakling í sóttkví – Síðan greindist hann smitaður

Héldu óvænt partý fyrir einstakling í sóttkví – Síðan greindist hann smitaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur óttast að faraldurinn sé á uppleið aftur – Kemur til greina að fresta tilslökunum

Þórólfur óttast að faraldurinn sé á uppleið aftur – Kemur til greina að fresta tilslökunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

11 smit innanlands – Fjöldi manns í sóttkví fjölgaði mikið

11 smit innanlands – Fjöldi manns í sóttkví fjölgaði mikið