fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Andrea „týndist“ þegar hún leitaði að tíkinni Tinnu: Björgunarsveitir kallaðar út – „Mér þykir þetta rosalega leiðinlegt“

Tíkin Tinna hefur verið týnd í fjóra sólarhringa – 200 þúsund króna fundarlaun

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 2. janúar 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk algjört sjokk þegar ég heyrði að þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir hefðu verið ræstar út til þess að leita mér. Mér þykir það alveg rosalega leiðinlegt,“ segir Andrea Björnsdóttir. Andrea var að leita að tíkinni sinni, Tinnu, sem hefur verið týnd í fjóra sólarhringa .

Eins og DV greindi frá fyrr í dag þá hefur Andrea heitið 200 þúsund króna fundarlaunum fyrir hvern þann sem hefur uppi á hundinum.

„Ég var að rekja spor í nágrenni við Voga á Vatnsleysuströnd og var búin að vera lengi að. Ég sneri tilbaka þegar myrkur skall á en þá lenti ég í því óhappi að detta og snúa á mér löppina. Það hægði talsvert á mér og því var ég mun lengur að komast til byggða,“ segir Andrea, sem vissi alltaf hvar hún var stödd. „Ég hélt að fólk vissi að ég væri að leita að Tinnu í hrauninu. Ég er er svo þrjósk að ég ætlaði að finna hana,“ segir Andrea.

Tinna var í pössun hjá ókunnugri konu í Reykjanesbæ þegar hún týndist.

„Ég og maðurinn minn fórum í stutta ferð til útlanda og fengum pössun fyrir Tinnu í gegnum skiptipössun hundaeiganda,“ segir Andrea. Um er að ræða vettvang á Facebook þar sem hundaeigandur geta fengið pössun fyrir ferfætta fjölskyldumeðlimi gegn því að passa fyrir aðra eigendur síðar. Þegar Andrea kom að sækja Tinnu þann 30. desember síðastliðinn var henni tilkynnt að tíkin hefði verið týnd í sólarhring.

„Ég skil ekkert í þessari konu og er henni mjög reið. Ef að ég hefði strax fengið að vita að Tinna væri týnd þá hefði fjölskylda mín farið þegar af stað að leita,“ segir Andrea. Tíkin er afar hrædd við flugelda og því skipti þessi sólarhringur sköpum að mati Andreu.

„Fólk var byrjað að skjóta upp þennan dag og Tinna hefur orðið lafhrædd við það. Við búum í Reykjavík og þessvegna þekkir hún ekkert til umhverfisins í Reykjanesbæ. Ég vona bara að hún sé enn í bænum því þá er kannski líklegra að hún sé búin að finna sér skjól, “ segir Andrea.

Hún er afar þakklát samfélagi hundaeiganda sem hafa lagt fjölskyldu hennar lið við leitina. „Við sjáum á samfélagsmiðlum að margir eru að hjálpa okkur að leita auk þess sem að við höfum orðið vör við fólk sem er á ferðinni og leitar í krók og kimum. Það var áður en við tilkynntum um fundarlaunin en þau verða kannski til þess að aðrir hafa augun opin fyrir Tinnu,“ segir Andrea. Sjálf gat hún ekkert sofið í nótt af áhyggjum yfir afdrifum vinkonu sinnar.

„Við vorum að leita til klukkan þrjú í nótt og lögðum síðan aftur af stað um klukkan sjö í morgun. Hún er okkur afar dýrmæt,“ segir Andrea.

Ef einhver lesandi telur sig hafa upplýsingar um hvar Tinna er niðurkomin getur viðkomandi hringt í síma 615-6056 (Andrea) eða 846-6613 (Ágúst).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst