fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Býður 200 þúsund króna fundarlaun fyrir Tinnu

Sást síðast við Voga á Vatnsleysuströnd – Hefur verið týnd í 3 sólarhringa

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 2. janúar 2017 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er búin að vera algjörlega niðurbrotin að leita í allan dag og kvöld og er orðin svo örvæntingarfull,“ segir Andrea Björnsdóttir, eigandi tíkarinnar Tinnu í færslu á Hundasamfélaginu í gærkvöldi. Tinna var í pössun í Reykjanesbæ og hefur nú verið týnd í tæpa fjóra sólarhringa. Heimili hennar er í Reykjavík og því er hún á ókunnugum slóðum. Andrea býður hverjum þeim sem finnur Tinnu fundarlaun uppá 200 þúsund krónur.

Andrea hefur lagt mikið á sig við leitina og þrætt hraunið við Vatnsleysuströnd síðustu daga. Hún er þakklát öllum þeim sem hafa leitað að Tinnu undanfarna daga. „Þið eruð svo mikið ljós í myrkrinu. Vildi að ég gæti knúsað ykkur öll og launað ykkur það sem þið eruð að gera fyrir okkur fjölskylduna. Við erum öll í molum enda Tinna stór partur af fjölskyldunni. Hún er svo lítil í sér en samt svo ljúf og yndisleg við allt og alla. Hún fylgir mér eins og skugginn og er besta vinkona mín. Ég trúi ekki enn þessari martröð. Bestu þakkir frá mínum hjartarótum, þið eruð yndisleg,“ segir Andrea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga