fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Óánægja með Facebook-leik Tólfunnar og Carlsberg: „Þetta er til háborinnar skammar“

Stjórnarmaður Tólfunnar vann í Facebook-leik Tólfunnar og Carlsberg – Vísa ásökunum um hagsmunaárekstur á bug

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 18. apríl 2016 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að óánægja ríki eftir að í ljós kom að stjórnarmaður í Tólfunni bar sigur úr býtum í Facebook-leik Carlsberg. Óánægjan beinist meðal annars að þeirri staðreynd að Tólfan og Carlsberg unnu að því saman að kynna leikinn og raunar er í gildi samstarfssamningur milli Tólfunnar og Carlsberg. Þannig var umræddur Facebook-leikur kynntur rækilega á Facebook-síðu Tólfunnar.

Friðgeir er stjórnarmaður í Tólfunni. Hann hafði heppnina með sér í Facebook-leik Tólfunnar og Carlsberg eins og fram kemur í textanum hér að ofan.
Sigurvegarinn Friðgeir er stjórnarmaður í Tólfunni. Hann hafði heppnina með sér í Facebook-leik Tólfunnar og Carlsberg eins og fram kemur í textanum hér að ofan.

Í síðustu viku var það svo tilkynnt að sigurvegarinn, Friðgeir Bergsteinsson, hefði verið dreginn út og vann hann tvo miða á leik Íslands og Ungverjalands í Marseille þann 18. júní næstkomandi. Þá fær hann að auki stund með manni leiksins að leik loknum. Friðgeir hefur verið áberandi í starfi Tólfunnar, stuðningsmannasveitar íslenska landsliðsins í fótbolta, á undanförnum árum og er hann í dag titlaður ritari stjórnar. Í samtali við DV vísar Friðgeir öllum ásökunum um hagsmunaárekstur eða spillingu á bug.

Carlsberg og Tólfan í samstarfi

Carlsberg og Tólfan hafa verið í samstarfi um nokkurt skeið. Þannig blésu Tólfan og Carlsberg til fagnaðar á Spot í febrúar síðastliðnum í tilefni þess að nýr samstarfssamningur var undirritaður á milli Tólfunnar og Ölgerðarinnar sem sér um framleiðslu og sölu á Carlsberg.

„Carlsberg mun styðja við bakið á Tólfunni í aðdraganda EM í Frakklandi (og áfram) og mun Tólfan launa greiðann til baka með þátttöku í hinum ýmsum uppákomum tengdum Carlsberg. Þá verður Carlsberg lógó áfram framan á treyjum Tólfunnar en Egils Appelsín framan á barnastærðum,“ segir í frétt á heimasíðu Ölgerðarinnar.

„Til háborinnar skammar“

Fjörugar umræður hafa spunnist um útdráttinn á Facebook-síðu Carlsberg. „Þetta er til háborinnar skammar og það er vægt til orða tekið. Skelfileg auglýsing og ekki Tólfunni né Carlsberg til framdráttar. Maður verður bara reiður að sjá svona helvítis bull,“ segir einn á meðan annar bætir við:

„Vá, það er þvílík skítalykt af þessum drætti. Carlsberg fær Stjórn Tólfunnar til að auglýsa leikinn og ákveður síðan að verðlauna stjórnarmann Tólfunnar. Talandi um Bananalýðveldið Ísland. Thumbs down Carlsberg.“ Enn annar bætir við: „Ef Tólfan er að sjá um að auglýsa þetta fyrir Carlsberg. Þá á stjórnin að vera útilokuð fra öllum verðlaunum. Þetta lítur virkilega illa út bæði fyrir Carlsberg og Tólfuna.“

Hér má sjá umræðuna á Facebook-síðu Carlsberg

Heppinn

Sem fyrr segir vísar Friðgeir ásökunum um spillingu til föðurhúsanna. Hann hafi einfaldlega skráð sig til leiks og heppnin verið með honum. „Tólfan var ekki tengd leiknum,“ segir Friðgeir í samtali við blaðamann. Hann segir Tólfuna hafa auglýst leikinn fyrir Ölgerðina, en bætir við að þátttaka í leiknum hafi verið dræm. Hann tekur fram í samtali við blaðamann að hann hafi keypt miða á alla leiki keppninnar, en það muni koma í ljós hvað hann geri við vinninginn.

Atli Þór Hergeirsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, segir að leikurinn hafi fyrst og fremst verið hugsaður fyrir meðlimi Tólfunnar. Hugmyndin hans var þannig að leikurinn átti að kynna endurnýjun samstarfs Tólfunnar og Ölgerðarinnar.

„Ég held að þetta sé innbyrðiságreiningur hjá þeim,“ segir Atli sem vísar í að fyrrverandi stjórnarmeðlimir hafi haft sig í frammi í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Carlsberg.

„Ég þurfti að eyða út nokkrum kommentum á facebook þar sem umræðan var komin út á svo miklar villigötur,“ segir Atli. „Það er leiðinlegt fyrir vörumerki Carlsberg að vera bendlað við svona,“ segir hann að lokum og vísar því á bug að eitthvað óeðlilegt hafi verið við það að stjórnarmaður Tólfunnar hafi unnið í umræddum leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi