fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Magni Böðvar handtekinn: Grunaður um morð í Bandaríkjunum – „Hann er einn hjartahlýjasti maður sem ég hef kynnst“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 27. nóvember 2016 20:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magni Böðvar Þorvaldsson hefur setið í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída í tíu daga grunaður um morð. Frá þessu er greint í ítarlegu viðtali Stundarinnar við Söru, unnustu Magna.

Í frétt Stundarinnar segir að málið sé fjögurra ára gamalt og er Magni í haldi grunaður um að hafa myrt 43 ára gamla konu að nafni Sherry Prather en hún sást síðast yfirgefa bar ásamt Magna, þann 12. október árið 2012. Mánuði síðar fundust líkamsleifar hennar en grunur leikur á að hún hafi verið myrt með skotvopni. Magni hefur alla tíð síðan haldið fram sakleysi sínu en hann var yfirheyrður fljótlega eftir að lík Sherry fannst.

Tveir einstaklingar hafa sagt að Magni hafi játað að hafa myrt Sherry, fyrrverandi eiginkona hans og vinur hennar en það gerðu þau með fjögurra ára millibili. Í viðtali við Stundina segir Sara að um sé að ræða hefndaraðgerð og að unnusti hennar sé saklaus. Þetta snúist allt um peninga en þrjú þúsund dollarar eru í boði fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiðir málið til lykta. Sara segir:

„Hann er einn hjartahlýjasti maður sem ég hef kynnst, er góður við þá sem minna mega sín og elskar börn sín fimm meira en allt annað í þessum heimi. Ég vona að sannleikurinn komi í ljós en það er við ofurefli að etja því yfirvöld hafa nú þegar sagt að hann sé sekur um morðið.“

Í frétt á First coast news segir að Magni hafi neitað að hafa myrt Sherry. Magna kemur fyrir dómara þann 12. desember næstkomandi en honum er neitað um að ganga laus gegn tryggingu fram að þeim tíma.

Hér má lesa viðtal við Söru unnustu Magna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi