fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Kári lagði kirkjuna í Hæstarétti

Hin tapaða dúntökudeila kostar Þjóðkirkjuna tvær milljónir í málskostnað

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. september 2016 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands og sýknað landeigandann Kára H. Jónsson af kröfum Kirkjumálasjóðs Þjóðkirkjunnar. DV hefur fjallað um málið sem snýr að áralangri deilu um dúntökuhlunnindi af æðarvarpi á jörð Kára á Snæfellsnesi.

Kári vann fullnaðarsigur héraðsdómi í október í fyrra en í janúar síðastliðnum greindi DV frá því að Kirkjuráð hefði samþykkt að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Á fimmtudag kvað Hæstiréttur upp dóm í málinu þar sem Kári er sýknaður og dómur Héraðsdóms Vesturlands látinn standa ósraskaður.

Þjóðkirkjan hafði verið dæmd til að greiða Kára 1,2 milljónir í málskostnað í héraði en Hæstiréttur dæmir hana til að greiða honum 800 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Alls kostaði það því ríkiskirkjuna tvær milljónir að reyna að sækja aukatekjur í formi dúntökuhlunninda fyrir sóknarprestinn á Staðastað úr höndum hins 76 ára gamla landeiganda. Í samtali við Kára í janúar síðastliðnum sagði hann það sorglegt að kirkjan væri að standa í því að lögsækja sóknarbörn sín og reyna að hafa af þeim eignir þeirra.

Sjá einnig:

Dúntökudeilan fer fyrir Hæstarétt

Kári lagði kirkjuna í dúntökudeilu

[Kirkjan ætti að „skammast sín“](http://www.dv.is/frettir/2014/5/8/kirkjan-aetti-ad-skammast-sin-GLUFLL/

Þjóðkirkjan sver af sér hörku í dúntökumáli

Dreginn fyrir dóm vegna æðardúns

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Í gær

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum