fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2024
Fréttir

Forsetaframboð Guðna kostaði 25 milljónir

Nokkur fyrirtæki styrktu framboð hans um 400 þúsund krónur

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 12. september 2016 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kostnaður við forsetaframboð Guðna Th. Jóhannessonar, sem var kjörinn forseti Íslands í sumar, nam rúmum 25 milljónum króna. Þetta kemur fram í rekstrarreikningi sem Guðni skilaði til Ríkisendurskoðunar og er birtur á heimasíðu stofnunarinnar.

Samkvæmt lögum mega forsetaframbjóðendur taka á móti framlögum frá einstaklingum og lögaðilum svo lengi sem upphæðin er ekki hærri en 400 þúsund krónur. Framlög lögaðila vegna framboðs Guðna námu samtals tæpum ellefu milljónum króna en framlög einstaklinga námu samtals rúmum 13 milljónum. Sjálfur lagði Guðni rúma millljón í framboðið. Hér má sjá rekstrarreikning vegna framboðs Guðna

Þeir lögaðilar sem styrktu framboð Guðna um 400 þúsund krónur eru Alvogen, Arctic Green Enerty Geothermal, Atlantsolía, Hekla, KOM ehf. kynning og markaður, Leiguherbergi ehf., Tryggingamiðstöðin, Ursus, Vogabakki ehf., Wow air og Ölgerðin Egill Skallagrímsson.

Alls gáfu 860 einstaklingar samtals tíu milljónir króna til framboðs Guðna. Fjórir aðilar létu 400 þúsund krónur af hendi rakna; Símon I. Kjærnested, Guðmundur Kjærnested, Elísabet Kjærnested, Helgi Magnússon og Björn Kristjánsson. Tveir létu 300 þúsund krónur af hendi rakna; Einar Sveinsson og Heimir Pálsson.

Í yfirlýsingu um kostnað vegna forsetaframboðs Hildar Þórðardóttur kemur fram að framlög og kostnaður vegna framboðs hennar til forseta fór ekki yfir 400 þúsund krónur. Þess vegna skilaði hún ekki uppgjöri fyrir framboðið. Þá er birtur rekstrarreikningur frá Guðrúnu Margréti Pálsdóttur þar sem fram kemur að framboð hennar hafi kostað 536 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sagði yfirmanninn hafa komið illa fram við sig og mismunað sér en var ekki nógu skýr

Sagði yfirmanninn hafa komið illa fram við sig og mismunað sér en var ekki nógu skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“