fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Fókus

Loftfarið Graf Zeppelin í Reykjavík

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 8. júní 2019 10:00

Zeppelin greifi Frægasta loftfar Þjóðverja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 17. júlí árið 1930 sáu íbúar Reykjavíkur hlut, sem líktist helst geimfari, fljúga í áttina að borginni. Þetta var hið tignarlega þýska loftfar, Graf Zeppelin, eða eins og Íslendingar kölluðu það, Zeppelin greifa. Hornfirðingar höfðu fyrst séð farið og sendu tilkynningu um það til Reykjavíkur. Í blaðinu Fálkanum var skrifað:

„Hægt og hátignarlega færðist hann nær og gljáði á gráan skrokkinn í sólskininu. Flaug hann nokkurra stund mjög hægt yfir borgina í stórum hringjum og þótti öllum það fögur sjón og mun hún flestum ógleymanleg er sáu, enda hefir Ísland aldrei fengið merkilegri heimsókn loftleiðis en í þetta sinn. Stærð loftskipsins er gífurlega mikil og sáu menn það best af samanburði við „Súluna“ okkar, er hún sveimaði í kringum skipið til þess að fagna því.“

Loftfarið hét formlega LZ 127 Graf Zeppelin og var smíðað tveimur árum áður. Það var notað vel fram á valdatöku nasista en flaug sína hinstu ferð árið 1937. Alls flaug Graf Zeppelin 590 ferðir. Farið var nefnt í höfuðið á uppfinningamanninum og hönnuðinum Ferdinand von Zeppelin, sem lést árið 1917.

Fánar voru dregnir að húni í Reykjavík þegar Zeppelin greifi flaug yfir borgina. Hélt það í norður og sást skömmu seinna frá Akranesi.

Tignarleg sjón
Ægir 1. júlí 1930.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Huppuís á Selfossi er tíu ára

Huppuís á Selfossi er tíu ára
Fókus
Í gær

Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson þarf að borga henni 366 milljónir til baka

Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson þarf að borga henni 366 milljónir til baka
Fókus
Í gær

Hafdís Huld ber höfuð og herðar yfir aðra á íslenska Spotify-markaðinum – En hvað skyldi hún fá í tekjur af öllum þessum spilunum?

Hafdís Huld ber höfuð og herðar yfir aðra á íslenska Spotify-markaðinum – En hvað skyldi hún fá í tekjur af öllum þessum spilunum?
Fókus
Í gær

Segir Kardashian fjölskylduna hafa svindlað sér inn í sviðsljósið – „Við eigu ekki einu sinni að vera hérna“ 

Segir Kardashian fjölskylduna hafa svindlað sér inn í sviðsljósið – „Við eigu ekki einu sinni að vera hérna“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tónlistarmaðurinn þekkti er látinn 65 ára að aldri

Tónlistarmaðurinn þekkti er látinn 65 ára að aldri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Slæmar fréttir af veikindum Shannen Doherty

Slæmar fréttir af veikindum Shannen Doherty
Fókus
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan afhjúpaði nöfnin sem allir vilja vita – „Konunglegu rasistarnir“ opinberaðir

Piers Morgan afhjúpaði nöfnin sem allir vilja vita – „Konunglegu rasistarnir“ opinberaðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tvær stórmerkilegar bækur frá Sögufélagi

Tvær stórmerkilegar bækur frá Sögufélagi