fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

„Kærastinn forðast mig eftir slys í svefnherberginu“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 21:15

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðalaus ung kona leitar til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Hún er 21 árs og kærasti hennar 22 ára. Hann hefur verið að forðast hana eftir sársaukafullt atvik í svefnherberginu.

„Þar til nýlega stunduðum við oft kynlíf og það var frábært. En við vorum í aðeins of miklu stuði um daginn og typpið hans rifnaði. Síðan þá höfum við ekki stundað kynlíf og mér líður eins og hann hafi ekki áhuga á mér lengur,“ segir konan.

„Hann horfir með hryllingi á mig þegar ég er nakin. Ég veit ekki hvað ég á að gera.“

Deidre segir að líklegast sé um rifið haft séað ræða, eða frenulum eins og það kallast á fagmáli. Það er haftið sem liggur frá forhúðinni og festist á reðurhúfuna í grennd við þvagrásaropið.

„Það getur verið mjög sársaukafullt. Kærastinn þinn hefur kannski áhyggjur að þú sért að leitast eftir kynlífi, og hann er ekki tilbúinn í það. Vertu skilningsrík og þolinmóð ef þér þykir vænt um hann. Hann þarf ekki að fara til læknis nema það komi sýking í sárið,“ segir Deidre.

„Það getur tekið nokkrar vikur fyrir sárið að gróa. Ef það byrjar að lykta eða verður aumara þá er komin sýking í það og hann ætti að leita sér læknishjálpar. Í framtíðinni er gott að nota náttúrulegt sleipiefni með vatnsbasa til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki