Þessa dagana er talað um lítið annað en kórónuveiruna. Yfir 119 þúsund manns hafa smitast af veirunni og á Íslandi eru 81 smit staðfest. Hátt í þúsund Íslendingar eru í sóttkví og hefur fólk skiljanlega miklar áhyggjur og margar spurningar um kórónuveiruna.
Margir leita að upplýsingum á leitarvefnum Google. BuzzFeed tók saman algengustu spurningarnar og fékk lækni til að svara þeim.
Ef þú hefur einhverjar spurningar og langar að fræðast meira um kórónuveiruna þá er þetta myndbandið fyrir þig.
Horfðu á það hér að neðan.