fbpx
Mánudagur 06.maí 2024

Yfirlýsing frá fjölskyldu Avicii: „Hann gat ekki haldið áfram“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 22:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur sænska tónlistarmannsins Tim Bergling, betur þekktum sem Avicii, hafa sent frá sér aðra yfirlýsingu vegna andláts hans. Avicii, sem var í hópi vinsælustu rafdanstónlistarmanna heims, lést fyrir tæpri viku síðan. Hann var 28 ára.

Variety fjallar um yfirlýsinguna á vef sínum og leggur þann skilning í hana að hún gefi til kynna að tónlistarmaðurinn hafi mögulega svipt sig lífi.

Í yfirlýsingunni kemur fram að Tim hafi verið viðkvæm og listræn sál sem hafi sífellt verið að leita svara um lífið og tilveruna. Hann hafi lagt gríðarlega vinnu á sig, vinnu sem hafi leitt til kvíða og andlegra kvilla.

„Þegar hann hætti að ferðast til að spila á tónleikum vildi hann finna jafnvægi í lífinu; vera hamingjusamur en jafnframt sinna áhugamáli sínu sem hann elskaði – tónlistinni. Hann hugsaði mikið um lífið, hamingjuna. Hann gat ekki haldið áfram. Hann vildi finna frið. Tim var ekki gerður fyrir viðskiptamódelið sem hann lifði og hrærðist í. Hann var viðkvæmur drengur sem elskaði aðdáendur sína en þoldi illa sviðsljósið.“

Avicii var einn þekktasti rafdanstónlistarmaður heims og hafði hann unnið með fjölmörgum þekktum listamönnum. Hann var staddur í borginni Muscat í Óman þegar hann lést skyndilega. Lík hans fannst á hótelherbergi hans í borginni. Dánarorsök hefur ekki verið gefin út opinberlega en Avicii hafði þó lengi barist við alkóhólisma og kvíða. Þá hafði hann glímt við líkamleg veikindi sem nánar eru tíunduð hér að neðan.

Í heimildarmyndinni, Avicii: True Stories, sem gefin var út fyrir örfáum mánuðum, fylgdist vinur Avicii, kvikmyndagerðarmaðurinn Levan Tsikurishvili, með honum um nokkurra ára skeið. Í myndinni er farið yfir vaxandi vinsældir tónlistarmannsins sem varð heimsfrægur á mjög skömmum tíma.

Myndin var fjögur ár í vinnslu og er meðal annars fylgst með því þegar Avicii tjáði aðdáendum sínum að hann ætlaði að draga sig í hlé frá sviðsljósinu. Þetta var í mars árið 2016.

Í myndinni sést, svo ekki verður um villst, að Avicii var undir gríðarlegri pressu, bæði frá aðdáendum og umboðsmönnum sínum um að halda áfram að koma fram. Avicii hafði sem fyrr segir glímt við kvíðaröskun og hafði mikil áfengisneysla hans slæmar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér. Hann notaði áfengi til að vinna bug á kvíðanum og þeirri staðreynd að hann var feiminn að eðlisfari.

Í myndinni segir Avicii að hann hafi átt von á því að fá meiri stuðning frá sínum nánustu vinum og samstarfsaðilum þegar hann ákvað að draga sig í hlé. „Ég bjóst við að fá stuðning, sérstaklega í ljósi þess sem ég hafði gengið í gegnum. Það vita allir að ég hef glímt við kvíða og ég reiknaði ekki með því að fólk myndi pressa á mig að halda fleiri tónleika,“ segir hann.

Þegar Avicii var 21 árs greindist hann með briskirtilsbólgu sem getur verið lífshættuleg. Árið 2014 var hann svo lagður inn á sjúkrahús þar sem bæði botnlangi og gallblaðra voru fjarlægð. Stafaði heilsufarsvandi Avicii meðal annars af mikilli áfengisnotkun.

Á einum tímapunkti í myndinni segir Avicii: „Ég hef sagt þeim þetta: Ég mun ekki geta spilað meira. Ég hef sagt að ég muni deyja. Ég hef sagt þetta svo oft. Þannig að ég vil ekki heyra að ég ætti að skoða það að halda fleiri tónleika.“

Lögreglan í Óman segir að fyrir liggi að ekkert saknæmt hafi átt sér stað – krufning á líki hans um liðna helgi hafi leitt það í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Alfreð og Guðlaugur fallnir úr efstu deild í Belgíu – Freyr og félagar eiga möguleika

Alfreð og Guðlaugur fallnir úr efstu deild í Belgíu – Freyr og félagar eiga möguleika
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – „Hún hélt ekki bara framhjá honum heldur gerði það með litlum krakka“

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – „Hún hélt ekki bara framhjá honum heldur gerði það með litlum krakka“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: Smit fékk heimskulegt rautt spjald í jafntefli á Akureyri

Besta deildin: Smit fékk heimskulegt rautt spjald í jafntefli á Akureyri
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 13 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Allir vildu Lilju kveðið hafa

Björn Jón skrifar: Allir vildu Lilju kveðið hafa
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.