fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024

Hrefna Líf situr fyrir svörum: Framhleypin og filterslaus mamma, kærasta, snappari, nemi og leigubílstjóri

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. desember 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrefna Líf Ólafsdóttir á mann sem hún kallar ,,Húshjálpina” og barn sem er að verða 1 árs og heitir Jökull Dreki, en er þó oftast kallaður bara Dreki. Hrefna Líf keyrir eigin leigubíl og stefnir á nám eftir áramót eftir að hafa verið í smá fæðingarorlofi.

„Ég segi smá fæðingarorlofi þar sem að fyrstu sex mánuðina var ég í námi, þannig ég tek þetta í annarri röð en margar mæður.“

„Ég var að læra dýralækningar á Spáni, ég fæddi svo frumburðinn í miðjum lokaprófum. Sem leiddi til þess að ég náði ekki að klára nægar einingar til að komast upp á næsta skólaár. Fluttum við því aftur heim til Íslands í lok sumars. Ég hef verið að vinna og eftir áramót stefni ég svo á að fara aftur í hagfræði í HÍ. Á ekki svo mikið eftir í því.“

„Áhugamálin mín eru hundarnir mínir, söngur, samfélagsmiðlar, svo finnst mér mjög gaman að klæða barnið mitt upp í sæt föt. Ætli það sé ekki nýjasta áhugamálið,“ segir Hrefna Líf, sem svarar spurningum Bleikt.

Persónuleiki þinn í fimm orðum? Hreinskilin, einlæg, brussa, jákvæð og metnaðarfull.

Hver er þinn helsti veikleiki? Ég er rooosalega aumingjagóð. Vil öllum of vel. Sem er algjörlega kostur nema þegar fólk spilar inn á það.

Stíllinn þinn í fimm orðum? Þægilegt, litríkt, glitrandi, vítt og var ég búin að segja þægilegt?

Hvernig eru þínar jólahefðir? Núna eru fyrstu jólin okkar saman sem fjölskylda. Ég til dæmis borða alltaf hangikjöt á aðfangadag. Við hjúin erum með mjög ólikar skoðanir hvað varðar jól og hefðir. Þannig að ég ætla reyna finna einhvern milliveg.

Hvað er best við jólin? Að vera í fríi. Ég hef alltaf unnið svo mikið þegar aðrir eru í fríi að núna ætla ég loksins að vera í fríi og njóta þess að vera með mínu fólki.

Ef þú ættir fimm milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir) Ég myndi ferðast enn meira um heiminn og kaupa mér svo fimm bolabíta.

Twitter/Facebook/Snapchat/Instagram? Ég bara get ekki Twitter, er búin að reyna. En það eru allir alltaf í fýlu þar. En ég er all in á öllum öðrum miðlum.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án? Flestir segja símann sinn….en hefur þú einhvern tímann farið í ferðalag og gleymt hleðslutækinu? Mjög mikilvægt að hafa þessa tvo hluti alltaf saman!

Hvað óttastu mest? Að missa þá sem að ég elska mest.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum? Jólalög.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”? Vanilluís með svona súkkilaðisósu sem að harðnar. Hlutföllin eru: 30% ís, 70% sósa.

Hver væri titill ævisögu þinnar? Fædd í fangelsi, alin upp á sambýli.

Hvaða leynda hæfileika hefur þú? Ég get talað eins og Andrés önd og sungið eins og Cartman.

Hvað fékk þig til að tárast síðast? Þegar ég fór til Noregs fyrir mánuði síðan að sækja hundana mína. Ég hafði ekki séð þá í fjóra mánuði þar sem þeir voru að bíða eftir að komast að í einangrun hér á Íslandi.

Fyrirmynd í lífinu? Þetta er svo leiðandi spurning! Auðvitað ætti ég að segja mamma, en ég lít upp til svo margra. Fólk sem að berst fyrir sínum skoðunum, lætur ekkert stoppa sig og gefst aldrei upp. Mér finnst virkilega aðlaðandi þegar fólk vill komast langt í lífinu á eigin verðleikum og án þess að skemma fyrir öðrum á leið sinni þangað. Var þetta ekki annars spurningin?

Hvaða sögu segja foreldrar þínir endurtekið af þér? Þær eru nú nokkrar. Allar eiga þær það sameiginlegt að lýsa hversu framhleypin og filterslaus ég var. Ég spurði flesta hvað þeir væru með í laun.

Ertu með einhverja fobíu? Já ég fokking hata tær…ég get þær ekki!

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að fara sem skiptinemi þegar ég var 17 ára til Ekvador. Ég lærði nýtt tungumál og fór út fyrir þægindarammann.

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég var 14 ára gömul. Þá stalst ég á Glaumbar. Móðir mín frétti af því og sótti mig inn á skemmtistaðinn. Hún tilkynnti svo dyravörðunum að ég væri 14 ára gömul og að þeir ættu að muna andlitið mitt svo ég kæmist ekki aftur þar inn….svo rölti hún með mig yfir á Gaukinn og sagði það sama þar. Mig langaði að sökkva svo langt niður í jörðina á þessu mómenti!

Með hverjum lífs eða liðnum myndir þú vilja verja einni kvöldstund? Adele, ég held við myndum skemmta okkur vel saman!

Lífsmottó? Að sjá aldrei eftir þeim ákvörðunum sem ég tek.

Hvar er hægt að fylgjast með þér? Hvar ekki! Snapchat og Instagram er hægt að finna mig undir: hrefnalif, svo er ég með blogg: hrefnalif.com

Hvað er framundan hjá þér á nýja árinu? Svo margt! Mörg leyniverkefni framundan….just wait and see.

Uppáhalds útvarpsmaður/stöð? Ég hafði lúmskt gaman af FM95 Blö.

Uppáhalds matur/drykkur? Pasta carbonara og Jólaöl.

Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit ? Ég get ekki svona spurningar! Ég elska allt sem er með soul og rhythm and blues.

Uppáhalds kvikmynd/sjónvarpsþættir? Modern family.

Uppáhalds bók? Pollýanna

Uppáhalds stjórnmálamaður? Þeir eru allir svo miklir krúttkögglar upp til hópa. Ómögulegt að gera upp á milli.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram? Ég mun koma fram í þættinum Snapparar á Stöð 2 næsta sunnudag, 10. desember.

Fylgjast má með Hrefnu Líf á Snapchat: hrefnalif, Instagram: hrefnalif og blogginu hrefnalif.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Játaði á sig skelfilegan glæp í miðju atvinnuviðtali

Játaði á sig skelfilegan glæp í miðju atvinnuviðtali
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hamasliðar voru 20-30 þúsund, en munu sennilega tífaldast – Útrýming þeirra ógjörleg – Hvað gengur Ísrael til?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hamasliðar voru 20-30 þúsund, en munu sennilega tífaldast – Útrýming þeirra ógjörleg – Hvað gengur Ísrael til?
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta er aldurinn sem við hættum að meðtaka nýja tónlist

Þetta er aldurinn sem við hættum að meðtaka nýja tónlist
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Palmer hafði betur gegn Saka og Haaland

Palmer hafði betur gegn Saka og Haaland
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir knattspyrnusambandið eftir starfsviðtal – ,,Var ekki komið vel fram við mig“

Gagnrýnir knattspyrnusambandið eftir starfsviðtal – ,,Var ekki komið vel fram við mig“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Þess vegna áttu ekki að setja te í sjóðandi vatn

Þess vegna áttu ekki að setja te í sjóðandi vatn
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Leigði íbúð á Airbnb og mátti varla anda án þess að greiða aukagjald – „Faldar myndavélar…Að vita að eitthvað var notað tvisvar þýðir að hún er að horfa á þig“

Leigði íbúð á Airbnb og mátti varla anda án þess að greiða aukagjald – „Faldar myndavélar…Að vita að eitthvað var notað tvisvar þýðir að hún er að horfa á þig“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þýskaland: Leverkusen tapaði ekki einum leik – Hrun hjá Bayern

Þýskaland: Leverkusen tapaði ekki einum leik – Hrun hjá Bayern

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.