fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024

„Sögurnar mínar leiða mig að áhugaverðu fólki“ – Ármann gefur út sína sautjándu bók

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 3. nóvember 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Hreinn S. Hákonarson fangaprestur skólabróðir Ármanns, séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup Hólum, þau Ármann hafa þekkst frá menntaskólaárunum, Ármann, Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup var gift náfrænda Ármanns og séra Halldór, rektor í Skálholti, bróðir Ármanns.

Ármann Reynisson gefur nú út sína sautjándu bók, Vinjettur og af því tilefni bauð hann heim til sín í útgáfuboð.

„Það eru alltaf 43 sögur í hverri bók, bæði á íslensku og þýddar yfir á vandaða íslensku,“ segir Ármann. Síðustu fimm bækur hefur Lisa Marie Mahmic þýtt yfir á ensku, en fyrri bækurnar þýddi Martin Regal, en hann lést fyrr á þessu ári. „Ég er ánægður með að kona tók við, það kemur svona feminískur blær á sögurnar og svo er hún flottur þýðandi,“ segir Ármann.

„Lisa er íslensk-frönsk, alin upp á Englandi í enskum skólum, flutti til Íslands fyrir tíu árum og kynntist og giftist manni frá Bosníu, þannig að hún er alþjóðleg,“ segir Ármann. „Ákaflega flott kona og flinkur þýðandi. Hún talar frönsku, ensku, íslensku og er að læra bosnísku.“

„Goddur sér um grafíska hönnun, en hann er einn af okkar flottustu grafísku hönnuðum, ég vel fínasta pappír frá Svíþjóð, bækurnar eru prentaðar í Slóveníu og svo sendar til Íslands. Svo vel ég alltaf listaverk eftir áhugaverðan samtímalistamann og núna er ég með verk eftir Sverri Ólafsson myndhöggvara af því ég er með sögu um hann í bókinni.“

Bækurnar fara ekki í sölu í bókabúðum, heldur er Ármann með lesendur sína í áskrift, auk þess sem panta má bækur frá honum í síma eða með tölvupósti. „Allt sem ég geri er öðruvísi og ég hef aldrei auglýst bækurnar mínar.“

Björn Reynir Halldórsson doktorsnemi í sagnfræði og Nanna Hlín Halldórsdóttir doktorsnemi í heimspeki bræðrabörn Ármanns.
Jón Trausti Sæmundsson siðameistari Bandaríska sendiráðsins frændi Ármanns og Elva Dóra Guðmundsdóttir.
Halldóra Guðmundsdóttir hvunndagshetja vinur Ármanns í yfir 35 ár og Margrét Einarsdóttir húsfreyja móðir Eiríks sálfræðings.
Veisluborðið svignaði af veitingum. Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður og granni Ármanns.
Hannah Rós Jónasdóttir hörpuleikari dóttir vinafólks Ármanns.
Dr. Þór Jakobsson hafísfræðingur vinur Ármann. Portrett saga af honum er í nýju bókinni.
Ásthildur Snorradóttir talmeinafræðingur og skólasystir Ármanns, Eiríkur Þorvarðarson sálfræðingur hjá Hafnarfjarðarbæ, maður Maríu Kristínar Gylfadóttur systurdóttur Ármanns og Þorsteinn Scheving Sigurjónsson maður Ásthildar.
Hörður Torfason söngvaskáld og Erla Þórarinsdóttir myndlistarkona.
Ármann fyrir framan listaverkaskápinn með munum allt frá fornöld til dagsins í dag.

„Ég byrja á bók 19 fljótlega eftir áramót,“ segir Ármann, en hann er á lokasprettinum með bók 18. „Ég þarf að byrja svona snemma til að halda utan um allt saman, en ég sé um sölu og dreifinu og allt sjálfur.“ Ármann er í toppformi andlega og líkamlega og er í líkamsrækt fimm daga í viku.

Ármann fór til Bandaríkjanna í haust, en Edward Peter Stringham prófessor í hagfræði og frumkvöðlastarfsemi og forseti the American Institute of Economic Research bauð honum erlendis.

„Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég hitti persónu sem líkist Great Gatsby í stíl og Andy Warhol í útliti. Hann bauð mér að koma og lesa þrjár Vinjettur sem tók 10 mínútur, en ég var þar í tíu daga,“ segir Ármann og hlær.

Bók prófessors Edward Peter Stringham í Economics and Entrepreneurship við Trinity College í Hartford, forseti The American Institude of Economic Research. Hann bauð Ármann í helgardvöl á herrasetrinu Folly Farm Massachusetts, ásamt 120 þekktum einstaklingum úr bandarísku þjóðlífi.
Áritun prófessors Stringham.
Edward Peter Stringham prófessor

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Dóttir hennar var myrt – Þegar hún tæmdi herbergið hennar uppgötvaði hún hver morðinginn var

Dóttir hennar var myrt – Þegar hún tæmdi herbergið hennar uppgötvaði hún hver morðinginn var
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta er aldurinn sem við hættum að meðtaka nýja tónlist

Þetta er aldurinn sem við hættum að meðtaka nýja tónlist
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru lögin sem forsetaframbjóðendurnir taka í karókí – „I Am Groot“

Þetta eru lögin sem forsetaframbjóðendurnir taka í karókí – „I Am Groot“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir knattspyrnusambandið eftir starfsviðtal – ,,Var ekki komið vel fram við mig“

Gagnrýnir knattspyrnusambandið eftir starfsviðtal – ,,Var ekki komið vel fram við mig“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

„Ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera að þjálfa á góðum launum í Köben en að vera aðstoðarþjálfari hér“

„Ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera að þjálfa á góðum launum í Köben en að vera aðstoðarþjálfari hér“
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Leigði íbúð á Airbnb og mátti varla anda án þess að greiða aukagjald – „Faldar myndavélar…Að vita að eitthvað var notað tvisvar þýðir að hún er að horfa á þig“

Leigði íbúð á Airbnb og mátti varla anda án þess að greiða aukagjald – „Faldar myndavélar…Að vita að eitthvað var notað tvisvar þýðir að hún er að horfa á þig“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.