fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Sakamál: Myrtu vinkonu sína til að færa Satan „kjöt hreinnar meyjar“ – Heimsfræg hljómsveit blandast í málið

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 12. júní 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elyse Pahler var myrt á hryllilegan hátt aðeins fimmtán ára gömul. Eftir að morðingar hennar fundust höfðuðu foreldrar hennar dómsmál gegn þungarokkssveitinni Slayer og héldu því fram að textar laganna „Postmortem“ og „Dead Skin Mask“ hefðu veitt morðingjunum nákvæmar lýsingar á því hvernig þeir ættu að „sitja um, nauðga, pynta dóttur þeirra, myrða hana og síðan nauðga líki hennar.“

Morðið varð síðar innblástur að gerð kvikmyndairnnar Jennifer´s Body þar sem Meghan Fox lék aðalhlutverkið. En örlög Elyse voru mun sorglegri og sagan mun átakanlegri en þessi bíómynd.

Elyse var vinaleg stúlka, hún stundaði íþróttir, tók þátt í leiklistarlífi skólans og söng í kirkjukórnum. Hún átti sér þann draum að verða leikkona þegar hún yrði stór. Stundum stalst hún út, án þess að foreldrar hennar yrðu þess varir, og hékk með strákum sem gáfu henni bæði áfengi og maríjúana. Hún var ævintýragjörn unglingsstúlka.

Lík hennar fannst í marsmánuði 1996 og heimabær hennar, Arroyo Grande í Kaliforníuríki Bandaríkjanna, bókstaflega nötraði. Hennar hafði verið saknað í átta mánuði þegar líkið fannst.

Elyse Pahler

Drengirnir þrír

Vinirnir Jacob Delashmutt, Royce Casey, and Joseph Fiorella, sem voru á aldrinum 14-16 ára á þessum tíma, voru saman í þungarokkshljómsveit sem þeir kölluðu Hatred eða Hatrið.

Elyse kynntist Jacob þegar þau voru bæði í meðferð vegna áfengis- og vímuefnafíknar og hún gekk í sama skóla og Joseph.

Það var í júlímánuði 1995 sem drengirnir þrír fengu Elyse til að koma með sér að eucalyptuslundi í Nipomo Mesa og sannfærðu hana um að planið væru að þau myndu reykja maríúana og skemmta sér saman.

Þegar þau voru komin nógu langt frá veginum, þannig að enginn sá þau, tók Jacob beltið af sér og vafði um háls Elyse. Royce ýtti henni niður á jörðina og Joseph dró upp veiðihníf sem hann stakk Elyse með í hálsinn. Jacob og Royce tóku síðan við og skiptumst á að stinga hana með hnífnum, á meðan Elyse baðst vægðar og hrópaði á hjálp.

Bók sem var skrifuð um málið.

Allt í allt stungu þeir hana tólf sinnum. Engin stungan var banvæn og því blæddi henni að lokum til dauða. Þegar hún var orðin máttvana byrjuðu þeir að nauðga henni til skiptis. Seinna kom í ljós að mánuðina eftir að þeir myrtu hana, komu þeir reglulega og nauðguðu líkinu.

Þrátt fyrir að tilkynnt hefði verið um hvarf hennar er alls óvíst að líkið hefði fundist nema því Royce leitaði til lögreglu og játaði, eftir að hafa tekið kristna trú.

Allir þrír höfðu þeir hins vegar lagt stund á satanisma í nokkurn tíma fyrir morðið.

Eftir að Royce gaf sig fram sagði hann rannsóknarlögreglunni að þeir hefðu skipulagt morðið í meira en mánuð. Hann sagði ennfremur að þeir hefðu hlustað á dauðarokk og talað um að Elyse gæti verið fórn þeirra til Satans. Sérstaklega talaði hann um að þeir hefðu hlustað á lög hljómsveitarinnar heimsfrægu Slayer.

Slayer á tónleikum.

Óskiljanlegur hryllingur

Rannsóknarlögreglumenn töluðu um að þeir gætu á engan hátt áttað sig á tilgangi svo viðbjóðslegs morðs. Royce sagði þeim að þeir hefðu meðal annars ákveðið að drepa hana og gefa Satan sem fórn „til að fá meiri völd frá Djöflinum til að spila betur á gítar,“ auk þess sem fórnin myndi gefa þeim tækifæri til að verða „alvöru“ rokkhljómsveit.

Ein spurningin sem rannsakendur veltu líka mikið fyrir sér var: Af hverju völdu þeir Elyse Pahler. Svarið var að þeir töldu Satan verða sérstaklega ánægða með hana sem fórn. Royce sagði: „Hún var ljóshærð með blá augu og af því að hún var líka hrein mey þá yrði hún hin fullkomna fórn til Djöfulsins.“

Eftir að Royce snerist til kristni átti hann enn mjög erfitt með að fóta sig á trúarsviðinu, en eftir að þeir myrtu Elyse byrjaði hann að skrifa dagbók þar sem hann lýsti baráttu sinni við hin dimmu öfl.

Í fórum Royce fannst dagbók þar sem hann skrifaði mikið um djöfulleikann. Þar voru færslur þar sem hann sagðist trúa því að með því að fremja fjöldamorð myndu þeir gera Satan sáttan og sérstaklega lagði hann áherslu á að þeir myndu færa herranum í neðra „kjöt hreinnar meyjar.“

Jacob og Joseph voru handteknir eftir að Casey gaf sig fram og þeir játuðu á sig morðið. Báðir sögðust þeir hafa haft mikinn áhuga á hinu yfirnáttúrulega og þá sérstaklega djöfullegum öflum.

Joseph sagðist hafa byrjað að tala um hið yfirnáttúrulega við félaga sína til að tékka á viðbrögðunum og þegar þeir sýndu áhuga fór hann að opna sig meira. Þrátt fyrir að vera yngstur hafði hann lesið sér mest til um þessi mál. Jacob sagði að þetta hafi byrjað mjög sakleysislega: „Við reyktum jónur, spiluðum á gítar og ég var nýkominn með áhuga á þungarokki.“ Seinna hafi Joseph spurt Jacob hvort „hann væri til í að fórna einhverju, kannski hreinni mey,“ en Jacob tók þessu ekki alvarlega og hélt að Joseph væri bara að grínast í honum.

Joseph Fiorella, Jacob Delashmutt og Royce Casey í dómsal 1996.. Mynd/San Luis Obispo Tribune

Málaferli gegn Slayer

Joseph, Jacob og Royce játuðu allir morðið greiðlega og voru dæmdir í 25 ára til lífstíðarfangelsi. Þeir voru allir fluttir í sitthvort fangelsið í Kaliforníuríki. Þeir reyndu meðal annars að varpa sök á hljómsveitina Slayer og sögðu texta hljómsveitarinnar hafa veitt sér innblástur vegna voðaverkanna.

Dómari lét sem vind um eyru þjóta að textar Slayer hefðu hvatt drengina áfram. Þeir bæru sjálfir ábyrgð á gjörðum sínum.

Seinna höfðuðu foreldrar Elyse, þau David og Lisanne Pahler, dómsmál gegn hljómsveitinni Slayer og héldu því fram að textar hljómsveitarinnar hefðu verið eins konar leiðbeiningar fyrir drengina til að sitja fyrir dóttur sinni, nauðga henni, pynta, myrða og nauðga líkinu.

Dómari vísað málinu frá og sagði algjörlega fráleitt að Slayer gæti á nokkurn hátt borið ábyrgð á andláti dóttur þeirra, og benti þeim á að þarna væri ansi langt seilst. Allt eins gætu þau leitað í öllum bókum á bókasöfnum í leit að texta sem mögulega svipaði til morðsins.

Foreldrarnir fóru þá í annað mál þar sem þau héldu því fram að dreifing og markaðssetning á skaðlegu efni, á borð við texta Slayer, sem beint væri að unglingspiltum ættu stóran þátt í ofbeldisverkum sem þeir fremja. Þá sagði lögmaður þeirra: „Ekkert af þeim voðaverkum sem framin voru gegn Elyse Pahler hefðu átt sér stað nema vegna alþjóðlegrar markaðssetningar á hljómsveitinni Slayer.“

Dómari vísað þessu máli einnig frá og sagðist ekki telja tónlist Slayer sem ofbeldisfulla, óviðeigandi eða skaðlega á nokkurn hátt.

Hér að neðan má hlýða á eitt þeirra laga sem foreldrar Elyse töldu hafa veitt drengjunum innblástur. Sú sem skrifar þessa grein hlustaði oft á þetta lag sem unglingur án þess að fremja eitt einasta morð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“