fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Kvikmyndir í vinnslu um fótboltastrákanna í Taílandi: „Ég neita að leyfa Hollywood að hvítþvo þessa sögu“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 13. júlí 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö framleiðslufyrirtæki vestanhafs eru um þessar mundir að þróa sitthvora kvikmyndina um fótboltastrákanna sem festust í hellinum í Taílandi og mögnuðu björgunaraðgerðirnar sem í kjölfarið fylgdu.

Fréttamiðillinn BBC greinir frá því að bandaríska kvikmyndaverið Pure Flix hafi hugað að framleiðslu á kvikmynd skömmu áður en öllum tólf drengjunum var bjargað.

Sjá einnig: Svona var atburðarásin við björgun strákanna úr hellinum – Ótrúlegt björgunarafrek – Tímalína

Hins vegar hafa margir hverjir lýst áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum yfir því hvort Hollywood-framleiðendur taki sér skáldaleyfi með söguna eða breyti kynþætti drengjanna og þjálfara þeirra í aðlöguninni, eins og algengt þykir í bandarískum myndum.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Jon M. Chu hefur verið á meðal þeirra sem krefst þess að Hollywood-framleiðendur segi söguna rétt, skyldi þessi saga verða kvikmynduð. Chu er af kínverskum uppruna og vill sjálfur þróa aðra myndina um atburðina til þess að koma í veg fyrir svokallaða „hvítþvætti“ bransans.

Chu segir á Twitter-síðu sinni:
„Ég neita að leyfa Hollywood að hvítþvo þessa sögu. Ekki séns. Aldrei á okkar vakt. Það mun ekki gerast, því annars er okkur að mæta. Það er falleg saga þarna um mannfólk að bjarga öðru mannfólki. Ef einhver ætlar að segja þessa sögu [í kvikmyndaformi] er eins gott að það sé gert rétt og af virðingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Í gær

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar