fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Stórmynd Baltasars með nýja stiklu: Ástir og náttúruöfl við hafdjúpið

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 8. maí 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig hefur lengi langað til þess að segja ástarsögu, en það er erfitt að finna slíka sem er ekki rómantísk gamanmynd“, segir leikstjórinn Baltasar Kormákur í viðtali við Reykjavík Grapevine, en glænýja stiklu fyrir stórmyndina hans, Adrift, má sjá hér að neðan.

Baltasar segir myndina vera ástarsögu en jafnframt háskasögu „…þar sem náttúruöfl og gífurlegt hafdjúpið er stærsta hindrun ástarinnar.“ Adrift er byggð á sönnum atburðum og segir frá ungu pari sem ætlaði að sigla frá Tahiti til San Diego árið 1983. Á miðri leið lenda þau í fellibylnum Raymond og þegar óveðrið er gengið yfir sjást miklar skemmdir á bátnum og er unnustinn horfinn.

„Mér finnst gaman að strípa allt burt“, segir hann og talar um að vilja segja mannlega sögu þar sem skoðuð er dýrslega hlið manneskjunnar.

„Við sem fólk getum verið siðmenntað en innst inni erum við öll dýr. Við þurfum að stunda kynlíf, skíta og þess háttar… En þegar þú mætir náttúrunni hverfa allir þeir hlutir sem við felum okkur á bakvið, eins og tölvur og símar eða snyrtivörur. Það ert bara þú og náttúran, hrá og blaut.“

Adrift verður frumsýnd hér á landi þann 1. júní og fara Shailene Woodley og Sam Claflin með aðalhlutverkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli