fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

10 geggjaðir Facebook-hrekkir sem þú getur prófað

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 29. júlí 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt ungt fólk er á því að Facebook sé dauð en það er fjarri frá sannleikanum, enda nota Íslendingar á öllum aldri þennan samfélagsmiðil daglega.

Stundum kemur smá stríðnispúki í mann og þá getur verið gaman að hrekkja vini sína. Kjörinn vettvangur fyrir smá stríðni er Facebook, en hér að neðan eru tíu hugmyndir að hrekkjum sem þú getur notað ef þú kemst inn á Facebook-síðu vinar þíns.

Ef þú setur færslu inn á Facebook vinar þíns getur verið sniðugt að slökkva á tilkynningum á færslunni.

1. Kúrufélagagrúbban

Þessi hrekkur getur endað ansi skemmtilega og það eina sem þarf að gera er að skrifa stutta færslu inn á hina frægu kúrufélagagrúbbu. Mikilvægt að setja símanúmer með.

Einhver til í smá kúr? er með voða þægilegt rúm og marga kodda, hringdu bara í síma 881 2345.

2. Pot (Poke)

Þessi hrekkur er einfaldur, það eina sem þú þarft að gera er að poke-a. Best er að gera það við fólk sem þú veist að vinur þinn er í litlum samskiptum við.

 

3. Gefins hlutir

Þessi hrekkur getur virkað á tvo vegu, þú ferð inn á síðu líkt og Gefins, allt gefins! og annaðhvort býður upp á mjög eftirsóknarverðan hlut, eða sendir inn voðalega furðulega fyrirspurn, mikilvægt er svo að setja símanúmer vinar þíns með færslunni.

Hæ er að gefa svona Airpods, þau eru alveg ónotuð, ef þú hefur áhuga hringið í síma 881 2345

Eða

Getur verið að einhver eigi gömul leikföng og vilji gefa? sérstaklega spenntur ef ég gæti fengið He-Man-höll. Endilega hringja ef þú átt gamalt dót 881 2345.

 

4. Læka síður

Þessi hrekkur getur verið voðalega fyndinn. Þú getur sem dæmi lækað erótískar síður eða eitthvað sem eru andsnúið skoðunum vinar þíns. Lykillinn er að gera þetta í miklu magni. Bæði þá munu vinir vinar þíns fá sjá að hún/hann hafi lækað síðurnar og svo mun vinurinn alltaf vera að sjá eitthvað voða furðulegt á veggnum sínum.

 

5. Biðja um far úr bænum

Er vinur þinn dugleg/ur að skemmta sér? Þarf hún/hann oft far heim af djamminu? Þá getur þú bara reddað farinu fyrir fram með því að setja inn eina einfalda og skemmtilega færslu.

Hæ, ertu á bíl?

Bíð 2000kr ef ég fæ far úr bænum?

 

6. Samhengislaus pólitísk færsla

Margir eiga það til að ræða sínar pólitísku skoðanir á Facebook. Vinur þinn þarf ekkert að sleppa frá því.

NÚNA ERU ÍSLENSK STJÓRNVÖLD BÚIN AÐ MISSA ÞAÐ, ÉG ER KOMINN MEÐ NÓG. HVAÐ UM FYRIRTÆKJAREKSTURINN? Á BARA AÐ GEFA ORKUPAKKANN TIL ÚTLANDA? ER ÖLLUM SAMA UM ÍSLAND Í ÞESSUM MÁLUM?

 

7. Búa til hóp og bjóða öllum í hann

Ef þú ert á Facebook-síðu vinar þíns þá er kjörið að búa til hóp, þú gætir kallað hana Trúmál og friður, eða Umræður um fagurfræði í íslenskri pólitík. Svo þarftu bara að bjóða öllum sem þú getur í hópinn.

 

8. Senda endalausar vinabeiðnir

Þetta getur verið ansi kvikindislegt, en líka voða fyndið, sérstaklega ef þú hefur lítinn tíma fyrir stríðnina. Best er að leita að einu ákveðnu nafni og senda öllum sem heita því vinabeiðni. Gott nafn væri t.d. Sveinbjörn.

 

9. Furðuleg uppskrift

Sumir deila góðum uppskriftum að smákökum eða vegan-bernaise á Facebook-síðunni sinni. Ef þú kemst inn á Facebook vinar þíns gætir þú til dæmis sett inn uppskrift að einhverju sem á sér varla nokkurra stoð í raunveruleikanum.

Ætla að setja inn uppáhalds-uppskriftina mína, Laði-bakan sem rifjar upp góðar æskuminningar.

Laði-baka:

500 gr. hveiti

200 gr. sykur

200 gr. smjör

5 msk. marmelaði

5 msk. remúlaði

2-3 appelsínur

Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. taktu hýðið af appelsínunum og skerðu í báta. Hrærðu saman remúlaðinu og marmelaðinu. Settu appelsínurnar í eldfast mót og bættu remúlaði-marmelaði hræringnum yfir. Næsta skref er að búa til hið svokallaða deig, þar blandar þú hveiti, sykr og smjöri saman í skál. Setjið deigið ofan á appelsínurnar og bakið við 200°C í 50 mínútur.

 

10. Makaleit

Ef vinur þinn er einhleyp/ur getur þú reynt að bjarga málunum. Þú getur sem dæmi sett inn svona færslu…

Ég og ______ pössum saman, nú er komið að því að tagga krakkar!?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki