fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Sumarsýningar í Duus Safnahúsum senn á enda

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það væri synd að missa af stórskemmtilegum sumarsýningum í Duus Safnahúsum sem lýkur nú á sunnudag. Í Listasal, Bíósal og Stofu eru sýningar úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar eftir tæplega 60 listamenn. Safnið fagnar 15 ára afmæli í ár og hafa flest verkanna sem sýnd eru borist safninu á þessu tímabili.

Í aðal sýningarsal safnsins, Listasal, eru verk af margvíslegu tagi svo sem olíuverk, vatnslitamyndir og skúlptúrar eftir hina ýmsu listamenn en þó fyrst og fremst samtímamenn. Í Bíósal gefur að líta mannamyndir af ýmsu tagi og í Stofu er sýning helguð verkum eftir listmálarann Ástu Árnadóttur sem var afkastamikill vatnslitamálari en börn hennar færðu safninu veglega listaverkagjöf fyrir skemmstu. Sýningarstjóri allra sýninganna er Inga Þórey Jóhannsdóttir.

Í Gryfjunni gefur að líta mjög áhugaverða sýningu sem ber heitið „Hlustað á hafið“ en um er að ræða fyrstu sýningu nýs safnstjóra Byggðasafns Reykjanesbæjar, Eiríks Páls Jörundssonar, í sýningarhúsum bæjarins. Sýningin fjallar um náin tengsl sjómanna árabátatímans við sjóinn og fórnir þeirra við að ná í gull hafsins, sem öllu máli skipti fyrir lífsafkomuna.

Ókeypis aðgangur er á sýningarnar og Duus Safnahús eru opin alla daga frá kl. 12-17.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 6 klukkutímum

Torreira tjáir sig um framtíðina: ,,Það hafði enginn samband“

Torreira tjáir sig um framtíðina: ,,Það hafði enginn samband“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Jón Ingi bregst við dómi og fréttaflutningi: „Óvægin og særandi umræða um mig“

Jón Ingi bregst við dómi og fréttaflutningi: „Óvægin og særandi umræða um mig“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Sádí Arabía krefst yfir 26 milljóna fyrir varanlegt dvalarleyfi

Sádí Arabía krefst yfir 26 milljóna fyrir varanlegt dvalarleyfi
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Hringbraut 79 verður íbúðakjarni

Hringbraut 79 verður íbúðakjarni
Bleikt
Fyrir 8 klukkutímum

Fólk deilir ljótustu myndunum af gæludýrunum sínum

Fólk deilir ljótustu myndunum af gæludýrunum sínum
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Ætlar þú að keyra um Þýskaland í sumar? – Þá ættir þú að hafa þetta í huga

Ætlar þú að keyra um Þýskaland í sumar? – Þá ættir þú að hafa þetta í huga
Bleikt
Fyrir 10 klukkutímum

Svona á að brjóta lak fullkomlega saman í aðeins fimm skrefum – Myndband

Svona á að brjóta lak fullkomlega saman í aðeins fimm skrefum – Myndband
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Dómstóll ESB segir pólsk eftirlaunalög ólögleg

Dómstóll ESB segir pólsk eftirlaunalög ólögleg