fbpx
Mánudagur 06.maí 2024

Umbúðirnar sigra innihaldið

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 11. október 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur: Bryndís Loftsdóttir.


Blái hnötturinn var nýlega frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhússins. Þetta er í annað skipti sem leikgerð Sögunnar af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason er sviðsett hér á fjölum atvinnuleikhúss en þessi frábæra saga fagnar líklega 17 ára útgáfuafmæli sínu um þessar mundir.

Verkið fjallar um börn sem búa í friði frá fullorðnum á bláa hnettinum. Þau ráða lífi sínu algjörlega sjálf og allt gengur að óskum þar til Gleði-glaumur lendir á plánetunni. Hann minnir um margt á Loka Laufeyjarson, þetta er slægur kaupmaður og mikill bragðarefur. Hann galdrar fram tilbúnar þarfir fyrir börnin og ginnir þau til að láta æsku sína af hendi í skiptum fyrir kitlandi flugferðir, teflonhúðun og annað prjál. Honum tekst meira að segja að selja þeim hugmyndina um að negla sólina fasta uppi á himni svo dagsbirtan yfirgefi þau aldrei.

Fyrir slysni lenda tvö þessara barna hinum megin á hnettinum. Þar ríkir eilíft myrkur síðan sólin hætti að geta svifið í kringum plánetuna. En í myrkrinu búa líka börn og aðrar lífverur sem höfðu dafnað ágætlega þangað til sólin hætti að birtast. Eftir að strandaglóparnir, Brimir og Hulda, ljúga því að þeim að sólin sé líka horfin á þeirra heimaslóðum, hjálpa börnin í myrkrinu þeim að komast til baka. Þar hefst hins vegar barátta Brimis og Huldu við sölumennsku Gleði-glaums og neysluæðið sem runnið er á hin börnin.

Þetta er tveggja og hálfs tíma sýning sem borin er uppi af um 20 börnum auk Björns Stefánssonar í hlutverki Gleði-glaums og tveggja annarra leikara. Sviðsmyndin er óvenjuleg, líkust brotlentum regnboga, búningaskipti Gleði-glaums minna á tískusýningu og það er sungið og dansað af miklum krafti. Það læddist hins vegar ónotalega að mér að sjálfur Gleði-glaumur hafi haft fingur í uppfærslunni. Þetta er mikil og stór sýning þar sem ekkert hefur verið til sparað. Leikskráin er svo myndarleg að hálf bókin hefði hæglega komist fyrir í henni og í hléi eru litlir leikhúsgestir lokkaðir til þess að kaupa ávaxtasafa í blárri diskókúlu. Þrátt fyrir aðdáunarverða frammistöðu allra krakkanna í sýningunni þá snertir innihald sögunnar mann ósköp lítið. Áherslan á áhrif og útlit sýningarinnar virðist hafa sigrað sjálfa söguna og boðskap hennar. Börnin hlæja og skemmta sér á sviðinu en fáar fyndnar línur eru í handritinu svo áhorfendur sitja bara þolinmóðir, svolítið útundan í fjörinu.

Einhvers staðar á leiðinni á stóra sviðið, í þessari veglegu stórsýningu, hefur boðskapur bókarinnar um nægjusemi og staðfestu, týnst. Og þar með nær allur galdur nema sjálf sýndarmennskan í „showinu“.

Einhvers staðar á leiðinni á stóra sviðið, í þessari veglegu stórsýningu, hefur boðskapur bókarinnar um nægjusemi og staðfestu, týnst. Og þar með nær allur galdur nema sjálf sýndarmennskan í „showinu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Alfreð og Guðlaugur fallnir úr efstu deild í Belgíu – Freyr og félagar eiga möguleika

Alfreð og Guðlaugur fallnir úr efstu deild í Belgíu – Freyr og félagar eiga möguleika
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – „Hún hélt ekki bara framhjá honum heldur gerði það með litlum krakka“

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – „Hún hélt ekki bara framhjá honum heldur gerði það með litlum krakka“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: Smit fékk heimskulegt rautt spjald í jafntefli á Akureyri

Besta deildin: Smit fékk heimskulegt rautt spjald í jafntefli á Akureyri
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 13 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Allir vildu Lilju kveðið hafa

Björn Jón skrifar: Allir vildu Lilju kveðið hafa
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars