fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Everest vinsælli en Star Wars: Þénaði 90 milljónir

Aðsókn á íslenskar myndir mun minni en árið 2014

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. janúar 2016 17:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, var vinsælasta kvikmynd landsins á síðasta ári og þénaði rétt tæpar 90 milljónir króna. Alls fóru 67 þúsund manns að sjá myndina, sem er tæplega tíu þúsund fleiri en sáu Star Wars: The Force Awakens. Hana sáu um 58 þúsund manns og þénaði myndin um 78 milljónir króna. Þess má þó geta að Star Wars var sýnd um miðjan desember og er árangur þeirrar myndar í miðasölunni með ólíkindum.

Þá má þess einnig geta að rétt rúmlega 21 þúsund sáu verðlaunamyndina Hrúta í bíói á síðasta ári. Myndin þénaði um 30 milljónir króna, en hún vann meðal annars til verðlauna á Cannes hátíðinni frægu eins og kunnugt er.

Bíóárið var ansi gott fyrir rekstraraðila kvikmyndahúsa, en tekjur kvikmyndahúsa vegna miðasölu jukust um 4,44% og voru rúmlega einn og hálfur milljarður króna.

Vefsíðan Klapptré tók að auki saman gengi íslenskra kvikmynda í kvikmyndahúsum á síðasta ári. Þar kemur fram að heildartekjur myndanna, sem voru 16 talsins, voru 73 milljónir króna, sem er samanlagt minna en Everest þénaði eins og sér.

Á vefsíðu Klapptré segir einnig að myndum hafi fjölgað nokkuð á síðasta ári, eða úr níu í sextán, en þrátt fyrir fjölgun voru tekjur íslenskra kvikmynda umtalsvert minni árið 2015 eða 73.824.318 kr. sem er um 63 prósenta lækkun frá árinu á undan þegar íslenskar myndir höluðu inn tæpar 197 milljónir króna.

Nánar má lesa greiningu Klapptrés hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli