fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Yfirheyrslan – Rósa Rún Aðalsteinsdóttir: Ég reyni að forðast kjallara

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 2. febrúar 2020 15:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Rún Aðalsteinsdóttir, dansari og danshöfundur, stendur í ströngu um þessar mundir en hún dansstýrir sínum fyrsta söngleik sem frumsýndur verður í byrjun næstu viku. Rósa tekur nýjum áskorunum fagnandi enda leiðist henni endurtekin rútína, hún segist hafa gaman af lífinu og vera fljót að fyrirgefa. Rósa er í yfirheyrslu helgarinnar.

Hvar líður þér best? Í óskipulögðu skipulagi, í kringum ástvini þar sem frelsi og ævintýri mætast.

Hvað óttastu mest? Ég reyni að forðast kjallara, sérstaklega þá sem eru með blikkandi ljósaperu.

Hvert er þitt mesta afrek? Þegar ég kom syni mínum í heiminn, steinliggur. Annars er ég líka dugleg að standa með ákvörðunum mínum, það hefur komið mér langt.

Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Eitt sinn tók ég að mér að telja farþega í strætó í nokkrar vikur. Síðan þá geng ég frekar en að taka strætó.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Hvar eru lyklarnir?

Hvernig væri bjórinn Rósa? Rússneskur „imperial stout“, hærri í áfengismagni og keimur af þurrkuðum ávöxtum, kaffi og súkkulaði. Með öðrum orðum: hress en rómantískur.

Besta ráð sem þú hefur fengið? Ekki ætlast til neins af neinum. Besta ráð „ever“.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Ég á mjög erfitt samband við ryksugur og hef gert alla tíð. Svo já, að ryksuga.

Besta bíómynd allra tíma? Sweet Charity og Flashdance eru klárlega mínar uppáhalds.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Ég væri til í meiri þolinmæði í eldhúsinu.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Að leyfa mér að verða ástfangin, það fór vel.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? „Less is more.“ Meira er alltaf meira.

Hvað geturðu sjaldnast staðist eða ert góð í að réttlæta að veita þér? Nudd.

Hvað er á döfinni hjá þér? Ásamt því að vera kenna framtíð Íslands dans hjá Danslistaskóla JSB, þá er ég að dansstýra söngleiknum Alladín hjá Nemó. Hann verður sýndur í Austurbæ í byrjun febrúar. Mjög svo skemmtilegt verkefni með „sjúllað“ flottu fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki