fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Konan sem uppljóstraði um framhjáhald í Reykjavík Síðdegis fræg á ný – „Klárlega í topp 5“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 11:56

Konan sagði að geðhjúkrunarfræðingur á Landspítalanum væri að sofa hjá manninum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona hringdi í Reykjavík síðdegis til að tjá sig um málefni öryrkja og endaði með að upplýsa hlustendur um bólfarir mannsins síns með geðhjúkrunarfræðingi á Landspítalanum.

Símtalið var 12. desember 2007 og vakti gríðarlega athygli á sínum tíma. Upptaka gekk mannanna á milli og var til umræðu á kaffistofum landsins. Símtalið virðist vera að vekja lukku meðal landsmanna á ný og er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum.

„Svo ætla ég að skila kveðju til geðhjúkrunarfræðings á Landspítalanum sem er farin að ríða karlinum mínum og búin að eyðileggja allt fyrir mér. Eyðileggja líf mitt,“ segir konan.

Hlustaðu á upptökuna hér að neðan.

„Maður hefur lent í ýmsu í þessu starfi en þetta er klárlega á topp fimm,“ segir útvarpsstjarnan Kristófer Helgason í samtali við blaðamann DV í dag. Kristófer er einn þriggja stjórnenda hins vinsæla útvarpsþáttar Reykjavík Síðdegis.

„Við vorum einmitt að rifja þetta upp um daginn á skrifstofunni og því er það skondið að þetta dúkki aftur upp núna. Ég hef ekki hugmynd hvernig þetta komst aftur á flug,“ segir Kristófer sem sjálfur hefur fengið upptökuna senda í morgun.

„Mér brá nú í samtalinu upphaflega. Þetta kom bara allt í einu þarna í lokinn,“ segir Kristófer og hlær. Hann segir símtalið ekki hafa haft neina eftirmála. „Hún hringdi aldrei aftur.“

Listmálari úr Breiðholtinu

Nokkrum vikum eftir símtalið tjáði konan sig um málið í viðtali á Vísi og þakkaði meðal annars fyrir titillinn „Símtal ársins á Bylgjunni.“ Konan kvaðst vera 51 árs listmálari sem bjó í Breiðholtinu. Hún lýsti geðhjúkrunarfræðingnum sem var að sofa hjá manninum sínum og sagði hana búa í miðbænum, vera ljóshærða og 177 cm á hæð.

„Hún er víst alveg hrikalega geðvond og er að reyna að sálgreina manninn minn. Hann býr núna hjá henni en er að sofa hjá mér,“ sagði hún og bætti við að hún ætlaði sér að reyna að vinna hann til baka „enda er þetta góður maður“.

Ekki er vitað um afdrif konunnar og hvort að parið hafi tekið saman á ný og skilið geðhjúkrunarfræðinginn einan eftir með sárt ennið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“