fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Yfirheyrslan – Una Schram: Mesta áhætta sem ég hef tekið var örugglega að hætta í menntaskóla

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 7. september 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Una Schram gaf nýverið út sína fyrstu EP-plötu og er þegar farin að huga að nýju efni. Una hefur lengi haft áhuga á tónlist og byrjaði að syngja og skrifa texta sem barn. Una er í yfirheyrslu helgarinnar.

Hvar líður þér best?
Mér líður best á flugvöllum. Ég elska að ferðast og það er eitthvað svo fallegt við blönduna af spennunni og pirringnum þegar maður þarf bíða tímunum saman eftir að komast inn í vélina.

Hvað óttastu mest?
Núna er ég mest hrædd við loftslagsbreytingar.

Hvert er þitt stærsta afrek?
Ætli mitt stærsta afrek hafi ekki verið að gefa út þessa plötu. Það tók á tilfinningalega að kyngja öllum efasemdum og áhyggjum og henda henni út. Ég er stolt af því að hafa getað það.

Furðulegasta starf sem þú hefur unnið?
Ég vann síðast á leikskóla og áður hafði ég eiginlega alltaf unnið í þjónustustörfum, svo það var mjög sérstök breyting. En það var eitt yndislegasta starf sem ég hef verið í og svo ótrúlega lærdómsríkt.

Hvernig væri bjórinn Una?
Einhver „fruity“ og léttur lager.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
Ung og úti um allt.

Hvert er besta ráð sem þú hefur fengið?
Afi minn gaf mér eitt besta ráð sem ég hef fengið á tíma sem ég virkilega þarfnaðist þess: Gerðu gott úr slæmu og ekki flýja erfiðar aðstæður, hvert sem þú ferð bíða þín vandamál sem þarf að leysa.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið
Það er langleiðinlegast að vaska upp, en bara þegar diskarnir eru búnir að bíða lengi.

Besta bíómynd allra tíma?
Þessi spurning er eiginlega ómöguleg, en When They See Us er besta mynd sem ég hef séð nýlega, stór plús að henni er leikstýrt af konu. Svo er American Gangster „all time fave“.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir?
Ég er, held ég, frekar sátt við þann hæfileika sem mér var gefinn, að syngja, en ég vil leggja inn mikla vinnu og verða betri.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið?
Mesta áhætta sem ég hef tekið var örugglega að hætta í menntaskóla. Það var samt eiginlega óvart af því að ég ætlaði mér bara að taka pásu, flutti til Kaupmannahafnar með foreldrum mínum og byrjaði svo ekki aftur. En þetta varð á endanum mjög góð ákvörðun og ég er núna á leiðinni í háskólanám án stúdentsprófs!

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér?
Það fer rosalega í mig þegar orð sem geta og hafa verið notuð á niðrandi hátt eru notuð í daglegu tali. Eins og n-orðið, orð yfir samkynhneigða og niðrandi orð yfir konur. Svo er stranglega bannað að sussa á mig, það fer alveg með mig.

Hvað getur þú sjaldnast staðist eða ert góð í að réttlæta fyrir þér?
Ég réttlæti of mikið fyrir mér hvað ég fer oft seint að sofa á kvöldin. Ég læt eins og það hafi ekki áhrif á mig en ég á inni marga klukkutíma af svefni.

Hvað er á döfinni hjá þér?
Það er tónlistarnámið í Englandi og meiri lagaútgáfa!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla