Þriðjudagur 21.janúar 2020
Fókus

Fimm gagnlegir hlutir fyrir frostbitna bílrúðu

Fókus
Laugardaginn 7. desember 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar frostið bítur hverja kinn eru bílrúðurnar rækilega hrímaðar, sérstaklega í morgunsárið. Ekki búa allir svo vel að eiga rúðusköfu en þá má redda sér með ýmsum hætti.

Debetkort
Er sennilega elsta og besta ráðið enda hlutur sem flestir hafa meðferðist þegar haldið er út í daginn. Ekki eru þó allir svo heppnir að eiga VISA-kort þótt það virki efnlaust jafnvel til verksins.

Geisladiskahulstur
Þetta ráð er líka gamalt og gott en það einskorðast auðvitað við þá bíleigendur sem eiga ökutæki í eldri kantinum enda geislaspilarar fyrir löngu orðnir antík í nýrri gerðum bíla. Hér er lykilatriði að diskurinn sé lélegur enda á góð tónlist að ekki gjalda fyrir frostbitnar rúður.

Vatnsbaðið
Volgt vatn í plastpoka látið liggja á rúðunni. Þetta er ekki fljótlegasta lausnin en hefur það fram yfir hinar að fara vel með bakveika. Varist samt að hafa vatnið of heitt svo rúðan springi ekki.

Reglustika
Margir fátækir námsmenn mikla fyrir sér kaup á rúðusköfu en hafa í fórum sínum reglustiku sem getur nýst vel á köldum vetrarmorgni. Reglustikan þyrfti þó helst að vera í styttri kantinum svo ekki sé hætta á að hún brotni í öllum hamaganginum.

Tyggjópakkinn
Í ítrustu neyð hafa tyggjópakkar í yfirstærð komið að gagni þótt erfitt sé að segja þá margnota. Tópaspakki gæti eflaust nýst til sömu iðju þótt hann, rétt eins og tyggjópakkinn, eigi á hættu að mýkjast upp í miðjum leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Hallgrímur Ólafsson um Gullregn: „Við þekkjum öll þetta fólk“

Hallgrímur Ólafsson um Gullregn: „Við þekkjum öll þetta fólk“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímavél – Hin eina, sanna snákaolía

Tímavél – Hin eina, sanna snákaolía
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Arna Ýr í klóm fjárkúgara og vonar að Auddi Blö hjálpi henni – „Við sjáum að þú ert að lesa skilaboðin“

Arna Ýr í klóm fjárkúgara og vonar að Auddi Blö hjálpi henni – „Við sjáum að þú ert að lesa skilaboðin“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Margrét Gnarr eignaðist dreng

Margrét Gnarr eignaðist dreng