fbpx
Mánudagur 21.september 2020
Fókus

Leigubílasaga Jóns Gnarr: „Þetta er líklega mest kreisí hlutur sem ég hef upplifað á ævinni“ – Sjáðu myndbandið

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 10. nóvember 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Gay-vampírukvikmyndin“ Þorsti frá Steinda Jr. og Gauki Úlfarssyni ásamt Leikhópnum X, sem frumsýnd var fyrr í þessum mánuði, hefur vakið mikla kátínu á meðal áhorfenda og hlotið fína dóma. Á Facebook-síðu myndarinnar hefur tiltekinn kafli úr myndinni hlotið sérlega góð viðbrögð. Þar er um að ræða atriði þar sem þjóðþekktur einstaklingur í gestahlutverki segir óvenjulega jólasögu á léttum en drungalegum nótum.

Í senunni umræddu stígur Birgitta Sigursteinsdóttir (úr Leikhópnum X) inn í leigubíl, en þar er bílstjórinn enginn annar en Jón Gnarr. Ferðinni er heitið á Hlíðarhúsarveg og þá rifjar persóna Jóns upp minningu í tengslum við látinn föður sinn og áfangastaðinn. „Þetta er líklega mest kreisí hlutur sem ég hef upplifað á ævinni,“ segir Jón.

Sjón er sögu ríkari, en Andrea Björk Andrésdóttir sá um teikningar og grafík neðangreindum kafla.

Jón segir:

„Ég á merkilega sögu tengda þessum ágæta vegi. Pabbi minn dó fyrir fimm árum síðan. Þegar við vorum að gera upp dánarbúið þá fundum við möppu. Á henni stóð Hlíðarhúsavegur. Það voru þarna tólf þúsund myndir af íbúð og lykill.

Við tókum lykilinn og fórum á Hlíðarhúsarveginn. Hún var algjörlega tóm, nema á miðju stofugólfinu var mappa, alveg eins mappa og við fundum í dánarbúinu. Þarna stendur Hverfisstígur. Það gekk ýmislegt á þar. En ég gleymi því aldrei þegar við fórum í íbúðina og ég fann mömmu.

Þetta var eiginlega bara kynlífsdúkka.

Hann var að reyna að endurgera móður mína með öllum fjandanum, nema hann var búinn að klæða hana einhverju skinni, sem ég held að hafi verið hreindýraskinn vegna þess að hún var með horn. Það var búið að breyta andlitinu á dúkkunni, sem pabbi var búinn að dunda við, til að láta hana líkjast mömmu. Hún var bara óhugnanlega lík henni.

En við höfum bara haft það þannig við systkinin að hún kemur bara upp með jólaskrautinu. Svo er þetta bara eins og mamma sé lifandi komin, nema hún er með hreindýrshorn og svona. Þetta er kreisí, en þetta er líka kreisí heimur.

Maður þarf bara að laga sig að honum stundum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benni og Tinna á stefnumóti – Stefnir í nýtt ofurpar

Benni og Tinna á stefnumóti – Stefnir í nýtt ofurpar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bólulæknirinn með rosalegt myndband – Ekki fyrir viðkvæma

Bólulæknirinn með rosalegt myndband – Ekki fyrir viðkvæma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konan í myndbandinu umdeilda stígur fram hjá Dr. Phil – „Ég er ekki Karen“

Konan í myndbandinu umdeilda stígur fram hjá Dr. Phil – „Ég er ekki Karen“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ugla hjólar í einn frægasta rithöfund heims – „Þetta er ógeðslegt“

Ugla hjólar í einn frægasta rithöfund heims – „Þetta er ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi klámstjarna látin 24 ára að aldri – Skelfileg örlög heimsþekktra klámstjarna

Fyrrverandi klámstjarna látin 24 ára að aldri – Skelfileg örlög heimsþekktra klámstjarna