fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Fókus

Albert segir óþægilegar sögur uppi á sviði: „Birta ekkert endilega bestu ímyndina af mér”

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 12. október 2019 17:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Halldórsson útskrifaðist nýverið af leiklistarbraut Listaháskóla Íslands en hann sýnir um þessar mundir með leikhópnum RaTaTam í sýningunni HÚH! Best í heimi, sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Albert leikur með leikhópnum en hann segir undirbúningsvinnuna fyrir verkið hafa verið þægilega krefjandi.

„Við erum að opna okkur alveg inn að kviku í þessu verki og segja frá okkar upplifunum af ákveðnum atburðum í lífi okkar. Þetta eru kannski ekki alveg beinar sannar sögur heldur sannar upplifanir úr lífi okkar. Undirbúningsferlið fór í það að segja hvert öðru sögur af okkur sjálfum eftir ákveðnum þemum. Ég held að það séu fá ef engin leyndarmál eftir til að deila með hópnum. Sýningin segir nefnilega sögurnar sem við viljum ekki segja og segjum sjaldnast frá, svona ótilneydd. En þetta eru sögur sem margir geta tengt við með einum eða öðrum hætti. Að heyra þær sagðar upphátt á þessari sýningu vekur vonandi ýmsar tilfinningar meðal áhorfenda og opnar í besta falli á frekari samskipti meðal vina og vandamanna að sýningu lokinni. Þetta hefur því bæði verið skemmtilegt ferli sem og erfitt.

Það var gaman að rifja upp vandræðalegar sögur af sjálfum sér en svo þegar líður á tímann áttaði ég mig á því að ég þurfti náttúrlega að segja fullt af fólki upplifanir úr eigin lífi sem ég er kannski ekkert sérstaklega stoltur af.

Þær sögur sem við ákváðum að hafa í sýningunni birta ekkert endilega bestu ímyndina af mér en ég vona að áhorfendur geti horft fram hjá göllunum og sjái að ég er góður maður og ótrúlega næs.“

Mynd: Eyþór Árnason

Hvernig kom það til að þú sameinaðist RaTaTam hópnum? „Þau buðu mér í prufur fyrir verk sem heitir Ahhh … en það var sýning sem við byggðum á ljóðum og smásögum eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Ahhh …var frumsýnt í Tjarnarbíó vorið 2018. Fyrir prufurnar bað Charlotte, leikstjóri hópsins, mig um að læra ljóð eftir Elísabetu og flytja það. Ég var heillengi að velja mér rétta ljóðið og lærði það svo utan bókar. Ég endurtók það stöðugt í þrjá daga og mætti svo í prufuna, pínu stressaður en alveg tilbúinn í flutninginn. Það kom svo á daginn að Charlotte vildi ekki heyra mig flytja ljóðið heldur að ég flytti fyrir þau eitthvert lag. Ég samdi því lag á staðnum og flutti fyrir þau en ljóðið hennar Elísabetar fékk þó að fljóta með í sýninguna.“

„Ég get líka bragðað brundi, bana skelfist ekki hót.“
Albert vissi snemma að leið hans myndi liggja í leiklist en eftir útskrift frá Listaháskóla Íslands hefur hann starfað mikið með sjálfstæðum leikhópum. „Ég kem frá Keflavík og kynntist leiklistinni í gegnum Leikfélag Keflavíkur en það er frábært áhugaleikfélag. Það gerði mikið fyrir mig sem ungan einstakling. Ég var tólf ára þegar ég steig fyrst á svið en þá vorum við að sýna Grease í grunnskóla. Við sýndum söngleikinn fyrir framan fullan íþróttasal af börnum og foreldrum og ég tók þetta mjög alvarlega, ég ætlaði svo að standa mig. Ég átti meðal annars að syngja eitt lag sem byrjaði vel en endaði illa. Ég var að byrja í mútum á þessum tíma og lagið sem ég söng endaði með því að röddin mín gaf sig og ég varð mjög skrækur. Þetta uppskar mikinn hlátur áhorfendanna í íþróttasalnum. Mamma og systir mín hittu mig eftir sýninguna og hughreystu mig og sögðu að ég hefði verið rosa flottur og að ég hafi minnt þær á Bjarna Ara. Ég er þó ekki viss um hvort það hafi verið eitthvað til í því.

Mynd: Eyþór Árnason

Mörgum árum síðar var ég svo að leika með bekknum mínum í Listaháskólanum. Þetta var lokaæfing á verki úr grísku harmleikjunum. Eins og tíðkast á lokaæfingum voru áhorfendur í salnum. Ég var þarna að leika Ægistos en hann er einn af illmennunum í verkinu. Á einum stað í sýningunni átti ég að halda mjög kraftmikla ræðu. Ég sneri baki í áhorfendur en samnemendur mínir snúa öll í áttina að mér. Ég hafði verið eitthvað stressaður yfir að fara með þennan texta og ég átti meðal annars að segja: „Ég get líka brugðið brandi, bana skelfist ekki hót“, en í þessu stressi endaði ég að segja: „Ég get líka bragðað brundi, bana skelfist ekki hót.“ Það var ekki fyrr en ég sá viðbrögðin í andlitum bekkjarsystkina minna að ég gerði mér grein fyrir því að ég hafði sagt eitthvað kolrangt.“

Nú þegar frumsýning Ratatam hópsins er yfirstaðin er ekki úr vegi að spyrja Albert hvað taki svo við? „Áður en æfingar hófust á HÚH! Best í heimi, lék ég í einleiknum Istan sem Pálmi vinur minn skrifaði og leikstýrði. Þar fór ég með hlutverk 35 persóna sem allar áttu heima í smábænum Istan. Í vetur eru alls konar verkefni sem bíða mín en fyrst ætla ég í frí til Frakklands með kærustunni minni. Eftir það höldum við eflaust áfram að gera upp íbúð sem við fjárfestum nýverið í. Samhliða því er ég að skrifa handrit að sjónvarpsþáttum ásamt félögum mínum en okkur langar að hrinda þeim í framkvæmd í nánustu framtíð. Mér líður alltaf best þegar það er nóg að gera og þannig er það núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 6 dögum

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sorgmæddur köttur tekur Internetið með trompi

Sorgmæddur köttur tekur Internetið með trompi
Fókus
Fyrir 1 viku

Anton Helgi færir sig aftur á pappírinn

Anton Helgi færir sig aftur á pappírinn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan“

„Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan“
Fókus
Fyrir 1 viku

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 1 viku

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig