fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fókus

Með og á móti – Launahækkun presta

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með

Kristján Björnsson, sóknarprestur og formaður Prestafélags Íslands

Við erum ánægðir með þessa miklu vinnu hjá kjararáði og þessa útkomu. Við vorum ekki með neina kröfugerð enda erum við ekki í neinni samningsstöðu, við lögðum fram greinargerð þar sem við gerðum grein fyrir okkar störfum. Við fórum af stað þegar byrjað var að leiðrétta aðra hópa sem heyra undir kjararáð, aðalástæðan er skerðing sem við tókum á okkur 2009 og það vantaði að vinna hana til baka. Við lögðum til breytingar á okkar launakerfi, prestar voru allir í einum launaflokki en fara nú í fimm. Við lögðum einnig fram launatöflu frá BHM sem sýnir hvernig við stoppum í launum 2009 og erum fryst á meðan launavísitalan fer upp, við fórum fram á að það yrði leiðrétt. Ég fékk miklu meira en ég átti von á í launum og ég ætla að vona að ég þurfi ekki að skammast mín fyrir það.


Á móti

Hjalti Rúnar Ómarsson, Vantrú

Það er rangt að laun presta hafi verið fryst. Þeir hafa fengið launahækkanir frá kjararáði í hvert skipti sem kjararáð úrskurðar um almennar launahækkanir.

Eflaust er hægt að reyna að rökstyðja þessar sérstöku launahækkanir núna með vísan til þess að stéttir eins og alþingismenn og læknar hafi fengið hækkun. En hvers vegna bera prestar sig saman við alþingismenn frekar en hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga eða kennara? Margir prestar hafa verulegar aukatekjur og hlunnindi og fjöldi þeirra er þegar með meira en milljón í mánaðarlaun.

Það væri miklu eðlilegra að Þjóðkirkjan sjálf borgaði laun presta en ekki ríkið. Þá kæmi í ljós hvort það hefði þurft að „leiðrétta“ laun presta. Best væri að koma prestum undan ægivaldi kjararáðs, þeir gætu þá beitt verkfallsvopninu (og sett samfélagið á hliðina) eða leitað á einkamarkað til að bæta kjör sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“